Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 100
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM Nash 1997:8,17-18). Beinabera lífsleiknin er, samkvæmt þessu, íhaldssöm í enn dýpri skilningi en fram kom í þriðju andmælunum með því að mæla með afturhvarfi til og styrkingu þess sem áður var. Svör við 4: a) I einum skilningi er enginn ágreiningur milli beinaberrar og hold- tekinnar lífsleikni um siðlega hnignun, það er að segja hnignun siQfræbikennslu. Báð- ar þessar megintegundir lífsleikni eiga í vissum skilningi rætur að rekja til afstæðis- eða formhyggju ofanverðrar 20. aldar; þær fela í sér ólíkt uppgjör við hana. Að minni hyggju er söguleg driffjöður beinaberu lífsleikninnar fremur kenning um hnignun siðfræði í skólum en hnignun siðferðis almennt. b) Verk Lickonas og Kilpatricks eru ekki kennslubækur fyrir háskólanema; því síður eru þær fræðileg rit fyrir aðra heim- spekinga eða uppeldisfrömuði (þá hefðu þær ekki selst í hundruðum þúsunda ein- taka eins og raun ber vitni um!). Þær eru hugvekju- og áróðursrit fyrir kennara, for- eldra og allan almenning og falla undir ákveðna hefð verka af því tagi. Siðferðilegar hugvekjur fyrir almenning hafa litið dagsins ljós með reglulegu millibili í hug- myndasögunni og fylgja yfirleitt svipuðu formi: Byrjunin er til dæmis einatt hræmu- leg útmálun á vandamálum samtíðarinnar í heimi þar sem allt virðist á fallanda fæti. Ekki þarf að koma svo mjög á óvart að Lickona og Kilpatrick hafi tekið sér þetta snið til fyrirmyndar. Þegar barist er um athygli almennings gildir hið fornkveðna að hjól- ið sem mest ískrar í fær áburðinn. Sjálfur hef ég fengið þau ráð, þegar ég bar bókar- handrit undir bandarískan forleggjara, að gera það „meira spennandi fyrir almenn- an lesanda, ekki síst innganginn". Með þessu er ég ekki að segja að siðbótartónninn sem einkennir verk Lickonas og Kilpatricks sé einskært mælskubragð til að fanga at- hygli lesenda. En það er samt ugglaust meir en tilviljun að Lickona minnist ekki á hnignandi heim og siðrof æskunnar eftir fyrsta kaflann. Ég sé ekki að hann hefði þurft að víkja við einu einasta orði í meginmáli bókarinnar þótt hann hefði haldið því fram í innganginum að heimurinn væri á uppleið siðferðilega, eins og Nash álít- ur (1997:35), fremur en niðurleið, og þörfin á meiri lífsleikni í skólum sé til að hraða fremur en snúa við ríkjandi þróun. Þungbrýn heimsósómahyggja mótar Kilpatrick meir, en engu að síður væri misráðið að draga þá ályktun af bók hans að lífsleikni skipti aðeins máli í skólum ef samfélagið er í hnignun. Mér virðist hann miklu frem- ur telja að beinaber lífsleikni sé nauðsynleg í öllum skólum í öllum samfélögum og á öllum tímum. c) Ýmis afbrigði siðferðilegrar þáhyggju („primitivism") - um Paradís, fall, ó- reiðu og endurlausn - eru þekkt frá hugsuðum á borð við Platón, Rousseau og Marx, jafn ólíkir og þeir eru að öðru leyti. Slík þáhyggja einkennir ekki bækur Lickonas og Kilpatricks. Lickona horfir einatt fram á við fremur en til baka (nema í fyrsta kaflan- um) og Kilpatrick segist berum orðum andsnúinn þeirri „ljúfu ímyndun" sem leggi hið forna og frumstæða að jöfnu við hið náttúrlega og siðlega rétta (1992:213-214). d) Lickona og Kilpatrick eru að sönnu engir pólitískir byltingarmenn. En það er helber miskviður að lýsa þeim, eins og Purpel gerir til dæmis (1997), sem nýíhaldssinnum: fánaberum ríkjandi skipulags. Beinabera lífsleiknin kveður að ýmsu leyti á um breytingar frá hefðbundnum skólaskikk með því að leggja til umfangsmikið mann- ræktarstarf er stefnir að því að gera heiminn allan að breyttum og betri samastað. Gagnrýni póstmódernisminn er, í samanburði, margfalt íhaldssamari kenning með 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.