Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 201

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 201
GUNNAR J. GUNNARSSON í töflu 1 sést fjöldi og hlutfall þeirra sem tilgreindu orð sem féllu í viðkomandi flokk. Heildarfjöldi er meiri en þátttakenda þar sem tilgreina mátti allt að fjórum hugtökum eða orðum. Þannig gat sama barn tilgreint orð í fleiri en einn flokk. Að auki voru dæmi um orð sem ekki reyndist unnt að flokka í ofangreinda flokka eða flokka saman á annan hátt eða samtals 148 og er þeim sleppt í töflunni. Ekki er til- greint í hvaða línu (1-4) viðkomandi orð var sett og hér gefst ekki færi á að vinna nánar úr því hvernig hver einstaklingur velur saman hugtök. Sú mynd sem hér blasir við kemur e.t.v. ekki á óvart í íslensku samhengi. Guðs- mynd barnanna eða hugtakanotkun þeirra um Guð virðist vera nokkuð hefðbundin ef svo má að orði komast. Ef horft er til kenninga djúpsálarfræðinga má segja að á- hrif hinna ytri þátta eða hins félagslega umhverfis séu orðin ráðandi.50 Rizzuto o.fl. benda á að það haldist í hendur við þróun sjálfsmyndarinnar og gerist einmitt þeg- ar barnið kemst á skólaaldur að guðsmyndin losnar æ meir frá foreldraímyndinni og ytri áhrif, bæði menningarleg og félagsleg, verða meiri.51 Samkvæmt niðurstöðum mínum eru þættir sem endurspegla ríkjandi kristna guðsmynd ráðandi í þeirri guðsmynd sem börnin í 5., 7. og 9. bekk tjá. Það endur- speglast vel í því að rúm 20% nota hugtök á borð við faðir og skapari til að lýsa Guði. Um 30% nota hugtök sem lýsa krafti og hátign Guðs, s.s. að hann sé voldugur, mátt- ugur, heilagur, og mikilfenglegur. Mjög mörg barnanna eða 75% grípa til hefðbund- inna jákvæðra hugtaka þegar lýsa á eiginleikum Guðs, s.s. að hann sé góður eða hið góða, hann sé kærleiksríkur, miskunnsamur og hjálpsamur. Hér má benda á að sam- kvæmt skrifum Eriksons og Rizzuto52 geyma tveir síðarnefndu flokkarnir hugtök sem tengjast annars vegar hinum „móðurlegu" og hins vegar hinum „föðurlegu" einkennum guðsmyndarinnar. Þetta eru jafnframt þeir flokkar hugtaka sem koma oftast fyrir í svörum barnanna. Athygli vekur að aðeins um 16% grípa til manngerðra eða mjög hlutbundinna hugtaka til að lýsa Guði en tæp 24% nota óhlutbundin hugtök, s.s. að hann sé andi, ósýnilegur, allt, ljós og fleira í þeim dúr. Á það má þó benda að þátttakendur í könn- uninni (10-14 ára) eru ýmist að nálgast eða komnir á stig óhlutbundinnar trúarlegr- ar hugsunar, samkvæmt kenningum Goldmans,51 þannig að það er eðlilegt að þau séu að hverfa frá manngerðum og mjög hlutbundnum myndum af Guði. Þá má benda á að hugtakið faðir er sett í annan flokk (með hugtakinu skapari o.fl.) en því má auðvitað halda fram að það hugtak sé manngert eða hlutbundið um leið og ljóst er að um er að ræða hefðbundið hugtak úr kristinni trúarjátningu (sbr. 1. gr. trúar- játningarinnar). Hér má einnig minna á að sænska UMRe-rannsóknin sýnir að börn geta skilið óhlutbundin trúarleg hugtök fyrr en ætla má samkvæmt niðurstöðum Goldmans.54 Mjög fá barnanna nota neikvæð hugtök til að lýsa Guði en af sumum svaranna má þó sjá að að baki býr bitur reynsla, t.d. ósanngirni Guðs þegar náinn ástvinur 50 Hér verður þó að hafa þann fyrirvara að megindleg rannsóknaraðferð kunni að draga þá þætti fram í ríkari mæli en hina innri. 51 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 182-201 52 Sjá Erikson, E.H. 1958, Rizzuto, A.M. 1974, bls. 83-99 og 1979, bls. 93-173. 53 Goldman, R. 1964, bls. 56-61, sbr. einnig lýsingu Fowlers á 2. og 3. stigi í þróun trúar- legrar hugsunar, sem hann kallar goðsagnatengda bókstafstrú og sameinandi, siðvenju- bundna trú, Fowler, J.W. 1981, bls. 135-173. 54 Westling, G. o.fl. 1973, bls. 32-82.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.