Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 214

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 214
LÚTHER, BARNIÐ OG TRÚARTRAUSTIÐ mikil og máttug. Því meira sem börnin þarfnast foreldranna, þeim mun meiri er ástin [...] Þess vegna á Martínus huga minn og hjarta því hann þarfnast þjónustu minnar og hjálpar meira en Jóhannes og Magdalena. Þau tala nú þegar og eru óhrædd við að orða óskir sínar og eru dugleg að bjarga sér."15 Þessu veldur að Guð hefur innbyggt kærleikann í sköpun sína sem kemur hvað skýrast fram í foreldraástinni. Samkvæmt Lúther er sá faðir og sú móðir aumkunarverð sem reiðist stöðugt börnum sínum og elskar þau ekki, því þau eru kominn í mótsögn við sitt eiginlega eðli.16 Áherslur Lúthers í uppeldisfræðum eru á margan hátt aðrar en þær sem þekkt- ar eru af fornmenntastefnunni. Fylgjendur þeirrar stefnu kenndu að bernskan væri vanþróaður veruleiki hinna fullorðnu. Lúther er umhugað um að virða barnið og til- vist þess sem sjálfstæðan veruleika. Barnið hefur fullan rétt og hinum fullorðnu ber að virða hann og læra af honum. Spurningin sem hér vaknar er hvernig fullorðnir eigi að umgangast börn? Lúther svarar þessu í samræmi við guðfræðilega sýn sína á veruleikann. Maðurinn er barn Guðs og vex aldrei upp úr þeirri stöðu. Og þessi staða er skilgreind af Jesú í umgengni hans við manninn. Þegar hún er athuguð kem- ur í Ijós hversu mikilvægur leikurinn er„ því maðurinn getur einungis tileinkað sér orð Guðs í gegnum leik. Þar eru notaðar myndir, dæmisögur, æfingar í trausti og eft- irbreytni og endurtekningar. Þetta eru einnig þær reglur sem Lúther setur um kennslu. Honum er umhugað um að börnum sé skapað rými frelsis þar sem þau geta undir leiðsögn í leik þroskast og lært.17 Fyrirmyndin er Jesús Kristur. Lúther segir: Sjáið hvernig Kristur situr hjá sínum ástkæru lærisveinum sem hjala, stama og stafa sig áfram svo þeir skilji. Hann hjalar og stamar með þeim, alveg eins og faðir eða móðir með börnum sínum. Þau gera sig barnaleg og brosleg til þess að vera með börnum á þeirra eigin þroskastigi. Foreldrar opna hjarta sitt og draga hið besta fram í því sem börnin gera og segja: „Já, elskan mín, þú segir þetta alveg rétt.18 Það er eins og hér hljómi í bakgrunni gamli skólasöngurinn „Það er leikur að læra" eða betur lagað að ofangreindu: Að læra er leikur. Það kemur því ekki á óvart að þegar Lúther fjallar um uppeldi barna varar hann við hörku. „Það á ekki að refsa börnum með harðræði því eitt sinn þegar faðir minn refsaði mér, þó án sérstakar hörku, leiddi það til þess að ég forðaðist hann uns hon- um tókst að vinna traust mitt á ný. Einu sinni þegar ég ætlaði að refsa Hans minnt- ist ég þessa [...] því Guð almáttugur vill ekki að ósætti sé milli foreldra og barna."19 Nú á tímum er oft talað um þrennskonar aðferðir í uppeldi barna. Sumir foreldrar eru þeirrar skoðunar að börnin læri mest ef þau fá að þroska hæfileika sína án fastra reglna. En aðrir aðhyllast strangar og hefðbundnari uppeldisaðferðir þar sem skýr- ar reglur eru til staðar og hörðum refsingum beitt ef barnið víkur frá þeim. í þessu samhengi er jafnvel vitnað til einhverra orða Lúthers um að börn þurfi að finna fyr- ir vendinum og þau eigi síðan að kyssa vöndinn. í bók Lofts Guttormssonar um 15 WATR 1, nr.1032,521, sbr. WA TR 2, nr. 2754, 635. 16 WA TR 4, nr. 4367, 263. 17 Martin Sander-Gaiser, „Ein Christ ist gewifi ein Schuler, und er lernt bis Ewigkeit'' í Luther, Heft 3 1998,146. 18 WA 46,100. 19WATR 2, nr. 1559,134. 20 Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld: Tilraun til félags- legrar og lýðræðislegrar greiningar. Reykjavík 1983,181.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.