Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 214
LÚTHER, BARNIÐ OG TRÚARTRAUSTIÐ
mikil og máttug. Því meira sem börnin þarfnast foreldranna, þeim mun
meiri er ástin [...] Þess vegna á Martínus huga minn og hjarta því hann
þarfnast þjónustu minnar og hjálpar meira en Jóhannes og Magdalena. Þau
tala nú þegar og eru óhrædd við að orða óskir sínar og eru dugleg að bjarga
sér."15 Þessu veldur að Guð hefur innbyggt kærleikann í sköpun sína sem
kemur hvað skýrast fram í foreldraástinni. Samkvæmt Lúther er sá faðir og
sú móðir aumkunarverð sem reiðist stöðugt börnum sínum og elskar þau
ekki, því þau eru kominn í mótsögn við sitt eiginlega eðli.16
Áherslur Lúthers í uppeldisfræðum eru á margan hátt aðrar en þær sem þekkt-
ar eru af fornmenntastefnunni. Fylgjendur þeirrar stefnu kenndu að bernskan væri
vanþróaður veruleiki hinna fullorðnu. Lúther er umhugað um að virða barnið og til-
vist þess sem sjálfstæðan veruleika. Barnið hefur fullan rétt og hinum fullorðnu ber
að virða hann og læra af honum. Spurningin sem hér vaknar er hvernig fullorðnir
eigi að umgangast börn? Lúther svarar þessu í samræmi við guðfræðilega sýn sína
á veruleikann. Maðurinn er barn Guðs og vex aldrei upp úr þeirri stöðu. Og þessi
staða er skilgreind af Jesú í umgengni hans við manninn. Þegar hún er athuguð kem-
ur í Ijós hversu mikilvægur leikurinn er„ því maðurinn getur einungis tileinkað sér
orð Guðs í gegnum leik. Þar eru notaðar myndir, dæmisögur, æfingar í trausti og eft-
irbreytni og endurtekningar. Þetta eru einnig þær reglur sem Lúther setur um
kennslu. Honum er umhugað um að börnum sé skapað rými frelsis þar sem þau geta
undir leiðsögn í leik þroskast og lært.17 Fyrirmyndin er Jesús Kristur. Lúther segir:
Sjáið hvernig Kristur situr hjá sínum ástkæru lærisveinum sem hjala, stama
og stafa sig áfram svo þeir skilji. Hann hjalar og stamar með þeim, alveg eins
og faðir eða móðir með börnum sínum. Þau gera sig barnaleg og brosleg til
þess að vera með börnum á þeirra eigin þroskastigi. Foreldrar opna hjarta
sitt og draga hið besta fram í því sem börnin gera og segja: „Já, elskan mín,
þú segir þetta alveg rétt.18
Það er eins og hér hljómi í bakgrunni gamli skólasöngurinn „Það er leikur að
læra" eða betur lagað að ofangreindu: Að læra er leikur.
Það kemur því ekki á óvart að þegar Lúther fjallar um uppeldi barna varar hann
við hörku. „Það á ekki að refsa börnum með harðræði því eitt sinn þegar faðir minn
refsaði mér, þó án sérstakar hörku, leiddi það til þess að ég forðaðist hann uns hon-
um tókst að vinna traust mitt á ný. Einu sinni þegar ég ætlaði að refsa Hans minnt-
ist ég þessa [...] því Guð almáttugur vill ekki að ósætti sé milli foreldra og barna."19
Nú á tímum er oft talað um þrennskonar aðferðir í uppeldi barna. Sumir foreldrar
eru þeirrar skoðunar að börnin læri mest ef þau fá að þroska hæfileika sína án fastra
reglna. En aðrir aðhyllast strangar og hefðbundnari uppeldisaðferðir þar sem skýr-
ar reglur eru til staðar og hörðum refsingum beitt ef barnið víkur frá þeim. í þessu
samhengi er jafnvel vitnað til einhverra orða Lúthers um að börn þurfi að finna fyr-
ir vendinum og þau eigi síðan að kyssa vöndinn. í bók Lofts Guttormssonar um
15 WATR 1, nr.1032,521, sbr. WA TR 2, nr. 2754, 635.
16 WA TR 4, nr. 4367, 263.
17 Martin Sander-Gaiser, „Ein Christ ist gewifi ein Schuler, und er lernt bis Ewigkeit'' í
Luther, Heft 3 1998,146.
18 WA 46,100.
19WATR 2, nr. 1559,134.
20 Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld: Tilraun til félags-
legrar og lýðræðislegrar greiningar. Reykjavík 1983,181.