Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 215

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 215
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON Uppeldi á íslandi er að finna lýsingar þar sem börnum er vægast sagt ómannúðlega refsað fyrir smávægileg brot.20 Eg hef ekki fundið hjá Lúther hvatningu til slíkra refs- inga. En það kemur fyrir að þeir sem vilja verja slíka uppeldisfræði vísi í orð Lúth- ers um að eplið eigi ekki að vera langt frá vendinum, þ.e.a.s. að það verði að vera jafnvægi milli áminninga og lofs.21 Þrátt fyrir alla umræðu í samfélaginu um skort á aga og nauðsyn aðhalds má gera ráð fyrir að flestir séu fylgjandi hinum gullna með- alvegi í þessum efnum. Hið sama á við um Lúther. Aðurnefnd orð um vöndinn og eplið eru tekin úr borðræðu en þau varpa einmitt góðu Ijósi á skoðun Lúthers á gildi aga og mildi. Ég leyfi mér að birta stóran hluta hennar hér: Þegar börnin eru óþæg, brjóta af sér og eyðileggja eigur annarra á að refsa þeim fyrir það sérstaklega þegar þau eru að læra að blekkja og stela. En hér verður að halda refsingunni innan skynsamlegra marka og beita henni af mildi. Þegar barn stelur kirsuberjum, epli, peru eða hnetu á ekki að refsa því á sama máta og ef það stelur fé, fötum eða ræðst á minni máttar því þá er komin raunveruleg ástæða fyrir agavaldi. Foreldrar mínir gátu verið strang- ir og ég verð enn þann dag í dag smeykur þegar ég hugsa til þess. Móðir mín sló mig eitt sinn svo fast fyrir að stela einni smá hnetu að mér blæddi. Henn- ar stranga og alvörugefna [trúarjlíf varð þess valdandi að ég flúði síðar í klaustur og gerðist munkur. En hún meinti þetta allt vel. Maður á alltaf að refsa börnum og nemendum á þann hátt að við hlið vandarins sé epli. Það er illt ef börnum er of harðlega refsað því það gerir þau bitur á fullorðins- aldri og nemendur verða yfirboðurum sínum andsnúnir síðar. Það er illt þegar kennarar nota vöndinn, slá og höggva eins og þeir séu böðlar að refsa þjófum eða stórglæpamönnum. Lúther bætir síðan við að hann gefi lítið fyrir þær refsingar sem stundaðar séu í skólum og segir frá því að hann hafi eitt sinn verið barinn í skólanum fimmtán sinn- um fyrir smávægileg afglöp. Og þegar upp var staðið hafi það lítið hjálpað. Máli sínu til stuðnings vitnar hann síðan í Nýja testamentið þar sem stendur: „Þér feður, verið ekki vondir við börn yðar, svo þau verði ekki ístöðulaus" (Kól 3.21) og „[...] þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins" (Ef Ó.4).22 Það er greinilegt af ofangreindum orðum að Lúther hafnar refsingum og reglu- legri notkun á vendinum. Þetta eru ekki rétt tæki í uppeldi og kennslufræði sem byggist á hörku og hegningum er ekki vænleg til árangurs. En hér er munur á því að beita aga og nota vöndinn í tíma og ótíma. Vöndurinn var algengt kennslutæki í skólum allar miðaldir. Lúther mótmælti þessari aðferð þar sem hún byggðist á hræðslu og ól á ótta. Þá skóla sem studdust við hana kallaði hann helvítisskóla og vildi eins og áður er getið byggja skóla- og uppeldisstarf á leik. En eins og við vitum er fátt eins alvarlegt í hugum fólks og leikurinn.23 Lúther varaði einnig við því að neyða börn til þess að læra eitthvað sem þau réðu ekki við. Rangt væri að halda barni til lengdar að námi sem vekti ekki áhuga. Hvað þá ef námsefnið hentaði því 21 WATR3, nr. 3566,416. 22 WA TR 3, nr. 3566,416-417. WA TR 5, nr. 557,224. 23 Martin Sander-Gaiser, ibid., 139-151. 24 WA TR 5, nr. 5571, 254. 25 WA TR 4, nr. 4353, 252. 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.