Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 5
A ð þ ý ð a J ó n a s m e ð s t u ð l u m
TMM 2007 · 1 5
Hvora leiðina á að velja?
Þegar ég hitti Dick Ringler að máli sumarið 2006 í Reykjavík varð mér
fyrst fyrir að segja honum þessa sögu og lýsa því hvað ljóð Jónasar yrðu
nærtæk, auðskilin og áhrifarík hjá honum. Fagurfræðilega og vits-
munalega renna þau inn í huga manns þegar lesið er, eins og þetta sé
glæsilegur nýr skáldskapur en ekki nærri tveggja alda gamall. Dick tók
hrósinu með þeirri kímnu hlýju sem honum er eiginleg. Þetta er stór
maður í öllu tilliti sem á auðvelt með mál og létt um hlátur, og það var
algert yndi að hlusta á hann útlista skoðanir sínar á þýðingum á skáld-
skap yfirleitt og ljóðum Jónasar sérstaklega.
„Það þýðir ekkert að fyrna mál sitt þegar maður þýðir gamla texta,“
segir hann og kveður fast að orðunum, „þeir verða bara ólæsilegir
nútímalesanda. Það væri alveg eins hægt að læra upprunalega tungu-
málið og lesa þá á því. Ég reyndi að forðast þetta markvisst við þýðingar
á ljóðum Jónasar. Ef maður reyndi að yrkja á ensku í stíl Jónasar þá væri
maður að herma eftir enskum skáldum á borð við Wordsworth og
Keats, og það vekti ekki áhuga nútímalesanda á ensku. Þótt það sé alveg
nógu erfitt að yrkja háttbundin ljóð á ensku er það ekki eina vandamálið
við slíkar þýðingar heldur er meginvandinn að sannfæra fólk um að það
eigi að lesa slíkan skáldskap af því hann er ekki lengur stundaður af inn-
fæddum skáldum. Kvæði eins og Jónas yrkir undir hefðbundnum brag-
arháttum og með flóknum rímfléttum hafa ekki verið ort á ensku síðan
á 19. öld.
Ég varð að velja þegar í upphafi hvaða leið ég ætlaði að fara að þessum
kveðskap. Ein leiðin er að reyna að herma eins og hægt er eftir öllum
brageinkennum frumkvæðanna, stuðlasetningu, rími, hrynjandi og svo
framvegis. Hin leiðin er að sleppa formeinkennum og reyna fyrst og
fremst að skila merkingunni á enskum nútímaprósa. Ég valdi fyrri leið-
ina, en vandinn við að herma eftir rímfléttum og stuðlasetningu er
einkum sá að hvort tveggja er framandi ljóðalesendum samtímans í
Bretlandi og Bandaríkjunum.“
Og hvaða áhrif hafa þessi brageinkenni á þá? Taka þeir eftir þeim?
„Ójá, það gera þeir! Ef vel tekst til með að flytja þessi einkenni frum-
textans yfir á ensku þá hljóma kvæðin vonandi keimlíkt og á íslensku. Það
versta er að flestum lesendum finnst þetta rosalega gamaldags og úrelt.
Alveg sama þótt maður reyni að fyrna ekki mál sitt. Hin leiðin er eins og
ég sagði að reyna bara að ná merkingunni á nútímaensku og gleyma
hljómi og formi frumtextans. Í sumum tilvikum, til dæmis ljóðum margra
nútímaskálda, er sú leið vel fær. En hjá Jónasi er formið, hljómfallið,