Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 10
D i c k R i n g l e r
10 TMM 2007 · 1
kosti sem góð skáld hafa á hvaða máli sem er. Skáldskaparefni hans er
líka oftast viðeigandi og það kemur á óvart af því svo mörg kvæða hans
eru tækifæriskvæði. Hann þurfti að hafa tilefni til að yrkja, eitthvað
þurfti að gerast, einhver dó eða það átti að halda veislu og þörf var á
kvæði. Ég held að honum hafi sjaldnast dottið efnið í hug sjálfum, og
um leið og ég segi þetta tek ég það aftur! Þvert á móti urðu auðvitað
mörg bestu ljóðin til í huga hans sjálfs – til dæmis „Ferðalok“, „Huldu-
ljóð“, „Fjallið Skjaldbreiður“. En geysimörg kvæðin voru ort af einhverju
ákveðnu tilefni. Og það er makalaust hvað þessi ljóð eru góð! Hann
skapar eitthvað sem lifir tilefnið. Og eina orðið yfir slíkt er snilld.“
Af hverju orti hann ekki meira af sjálfum sér, var hann svona önnum
kafinn?
„Hann hugsaði ekki í útgefnum bókum heldur birti ljóðin á dreif í
tímaritum og lausum blöðum. Eina kvæðið sem honum fannst að yrði
verulega stórt og myndi varðveita nafn hans var „Hulduljóð“, og hann
var svo lengi að vinna í því og var svo óánægður með hluta af því að
hann lauk aldrei alveg við það. En ég held að ef þú hefðir spurt hann
hvaða kvæði sitt honum fyndist best þá hefði hann nefnt það.
Hann var ótrúlega snjall bragsmiður – enda æfði hann sig. Stundum
í bókinni minni freista ég þess að horfa yfir öxlina á honum þegar hann
vinnur að ljóðum og íhuga aðferð hans með því að skoða breytingarnar
sem hann gerir frá fyrsta uppkasti. Til dæmis eru til þrjár gerðir af „Sog-
inu“ („Við Sogið sat eg í vindi …“) og við getum séð hvernig kvæðið
verður markvissara og heilsteyptara með hverju skrefi. Hann sér
nákvæmlega hvar veiku orðin og innihaldslausu setningarnar eru og
fjarlægir þær kerfisbundið. Nemur burtu merkingarlausar endurtekn-
ingar og línur sem bara eru rímsins vegna. Ég hugsa að hann hefði
haldið áfram að breyta kvæðinu ef hann hefði unnið það til birtingar
áður en hann lést.
Ég uppgötvaði við þýðingarvinnuna hvernig Jónas vann sjálfur. Hann
byrjar á að móta hugsunina sem hann vill koma á framfæri í ákveðinn
kjarna. Síðan vinnur hann kjarnann í uppkast að erindi og þá skiptir
rímfléttan höfuðmáli – í þessu kvæði, „Soginu“, eru rímorðin í línu 2 og
4. Ef þú skoðar allar gerðirnar sérðu að rímið er nokkurn veginn óbreytt
í gegn. Þegar hann hefur ákveðið rímið er hann ekkert að hræra í því.
Næst er stuðlasetningin og þar eru möguleikarnir margir. Hvert eðlilegt
orð á íslensku á sér að meðaltali tylft rímorða, en orðin sem stuðla
saman skipta hundruðum. Þessu vinnur hann að næst og prófar ýmis
orð, og þegar erindið er næstum því tilbúið þá snýr hann sér að orðum
sem hvorki stuðla né ríma, við þau getur hann gert það sem honum sýn-