Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 23
F y r s t i n ú t í m a Í s l e n d i n g u r i n n
TMM 2007 · 1 23
þjóðanna, atvinnuhætti, stunda háskólanám, kynnast mikilhæfu fólki
og menningarstraumum.
Ferðasagan, sem Jakob Benediktsson gaf út 1947, er fróðleiksbrunnur
og vaxandi rannsóknarefni. Hún hafði spurst út og kaflar úr henni birst
100 árum áður. Þá var getið um ferðina í bréfum Tómasar sem Jón bisk-
up Helgason gaf út 1907. Um bréfin var sagt að ef menn vissu ekki hvað
ættjarðarást væri ættu þeir að lesa þau.
Þegar Tómas kom aftur til Hafnar 1834 var Baldvin dáinn, Jónas kom-
inn þangað og hópur hafði myndast um útgáfu nýs tímarits. Sent hafði
verið út dauflegt kynnisbréf til Íslands. Þegar Tómas mætti á staðinn var
eins og stormsveipur færi um útgáfustarfið, framkvæmdir hófust og
Tómas samdi merka stefnuskrá sem birtist í upphafi fyrsta árgangs
Fjölnis 1835. Hún rættist ekki að fullu frekar en aðrar stefnuskrár!
Nú opnaðist leið til heimferðar er eftirsótt prestsembættið að Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð varð laust, en þar var hann kunnugur. Tómas gekk
ótrauður fyrir Friðrik VI. Danakóng og tryggði sér Staðinn. Sýnir það
að sjálfstraustið var í lagi eftir suðurförina, þótt hann hefði veikst
alvarlega af tæringu meðan hann var í París. Löng spítalavist og vosbúð
í París gengu á krafta hans. Lá við að ferðin rynni út í sandinn og hann
jafnvel settist að í París. Hann hafði vart mátt til að halda ferð sinni
áfram um England.
Þannig skildi hann við félagana áður en hann fór til Íslands að hann
samdi við þá um hvernig að útgáfu tímaritsins skyldi staðið. Þegar til
Íslands kom átti hann vetursetu fyrir norðan, gekk að eiga Sigríði sína
og tók vígslu.
Nú hófst hann handa um ritun hins rómaða formála Fjölnis og ferða-
bókarinnar sem hann lauk raunar aldrei við. Hann gerðist sem sé dálka-
höfundur og álitsgjafi og fjallaði um margvísleg efni og merkileg. Ekki
síst voru það árlegu bréfin frá Íslandi og ritgerðin um bókmenntirnar
íslensku sem orðið hafa aðdáunarefni og vakið víða athygli.
Vegna ferða milli Aðaldals og Fljótshlíðar tók hann að ferðast um
Sprengisand, sem var engin smáreisa, stundum jafnvel með eiginkonu,
vinnufólki og búslóð. Hestarnir fundu Tómasarhaga í hríðinni og urðu
með því til að hjálpa ferðamönnum um ókomin ár. Ekki eina sinnið sem
hross hafa haft áhrif á söguna. Hefur þetta orðið efni skrifa, rannsókna.
Svo segir í kvæði Jónasar:
Tindrar úr Tungnajökli,
Tómasarhagi þar
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.