Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 15
A ð þ ý ð a J ó n a s m e ð s t u ð l u m
TMM 2007 · 1 15
bókmenntum. Ég held að honum hafi ekki þótt þeim veita af eftir allar
rímurnar og sálmana og annað bull sem óð uppi á hans dögum. Ef hann
sæti núna þarna í stólnum og við segðum: Jónas minn, við vitum að þú
varst voða hrifinn af Eggerti Ólafssyni enda hafði hann ágætar hug-
myndir um efnahagslegar framfarir, en finnst þér ekki að hann hafi
verið annars- eða jafnvel þriðjaflokks skáld? þá held ég að hann hefði
tekið undir það.
Jónas hafði það mikilfenglega takmark að breyta íslenskri ljóðagerð
og færa hana jafnfætis því besta sem ort var í Danmörku og jafnvel enn
fremur í Þýskalandi. Heinrich Heine var hið endanlega takmark. Jónas
ætlaði sér að breyta íslenskri ljóðagerð, og ef þú skoðar fundabækur
Fjölnis þá sérðu að hann mat þýðingarnar sínar alveg til jafns við frum-
sömdu ljóðin. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þar sem hann segist
vera með nokkrar þýðingar og nokkur frumsamin ljóð og hann ætli að
lesa þýðingarnar fyrst. Þeir segja nei, þeir vilji heyra frumsömdu ljóðin
á undan, en hann ansar því til að þeir hlusti á þýðingarnar fyrst, annars
fái þeir ekki að heyra neitt! Frekur eins og venjulega.
Honum fannst þýðingarnar sínar eins merkar og frumsömdu ljóðin
og þær eru það. En þar koma til hans sérstöku aðstæður. Hann vissi að
hann gæti breytt íslenskri ljóðlist. Hann gat ort ljóð sem voru eins góð
og nýjasta ljóðlist Dana og Þjóðverja. Og hann gerði það, það er eitt af
því merkilegasta við hann, hann breytti íslenskri ljóðagerð endanlega
með frumsömdum ljóðum og þýðingum. Bjó til nýtt viðmið. Enginn
þýðandi Jónasar á ensku getur lifað í þeirri blekkingu að hann geti
breytt enskri ljóðlist með því að þýða Jónas, Óvidíus eða nokkurn
annan. Saga enskrar ljóðagerðar er alltof viðamikil og komin í of
ákveðnar skorður til þess, skáldin eru alltof mörg og alltof margar stefn-
ur hafa komið upp og dáið út. Manni finnst maður ekki vera frjáls að
því að víkja mikið frá frumljóðunum á þeim forsendum að maður sé að
gera eitthvað nýtt og frumlegt, þvert á móti finnur maður sig bundinn
af frumtextanum, merkingu hans og formi. Jónasi leið ekki svoleiðis.
Honum fannst hann óbundinn af því. Hann var ekkert að hugsa um
útlendu skáldin, hann var að hugsa um íslenskar bókmenntir! Þess
vegna gerir hann eins og honum sýnist, en það getur nútímaþýðandi
ekki gert.
Hvað á maður þá að gera? Maður verður að ákveða hvað skipti mestu
máli við frumtextann og reyna að koma því á framfæri á nýja málinu.
En mér var vel ljóst frá upphafi, eins og ég sagði, að þýðingin yrði ekki
eins og frumtextinn.
Það sem ég er að leiða að með þessum langa inngangi er að Skírnis-