Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 9
A ð þ ý ð a J ó n a s m e ð s t u ð l u m
TMM 2007 · 1 9
Svo las ég meira og þýddi ljóð eftir önnur skáld, til dæmis Stein Stein-
arr sem ég held líka mikið upp á. Ég sendi þessar þýðingar til Sverris
Hólmarssonar sem var náinn vinur minn og hann sagði: Af hverju þýð-
irðu ekki meira eftir Jónas? Ég held að þú hafir tilfinningu fyrir honum.
Það ákvað ég að gera. Því meira sem ég las eftir hann, því meira sem ég
vissi um æviferil hans, því hrifnari varð ég af honum og verkum hans.“
Hvers vegna varðstu svona hrifinn af honum? Hvað er það við ljóðin
hans sem hændi þig að honum?
„Erfið spurning! Sennilega það sama og Íslendingar meta svona mik-
ils við hann: Ástríðan sem ævinlega er í ljóðunum, jafnvel þegar efnið á
það ekki skilið. Einn skólabróðir hans á Bessastöðum sagði að hann
hefði verið erfiður viðureignar – eins og allir vita nú sem hafa kynnt sér
hann og verk hans. Ef hann væri hérna hjá okkur í stofunni þá sæti hann
með ygglibrún og neitaði að segja orð! Samferðamenn hans sögðu að
hann hefði verið ómannblendinn en þeir skynjuðu að þetta var vörn
hans, að undir niðri væri hann mjög viðkvæmur og auðsærður. Þeir
skynjuðu líka ástríðuna, hann var ákaflega tilfinninganæmur, eins og
einn þeirra segir, og það sést í ljóðunum. Í þessum formföstu ljóðum þar
sem maður á ekki von á sterkum ástríðum tekst honum að tjá djúpar
tilfinningar. Auðvitað var hann bráðgáfaður og hafði lesið mikið af
dönskum og þýskum skáldskap, og hann vissi hvaða skáldskaparefni
voru í tísku, en hann lagði á þau kalt mat og forðaðist mótíf sem honum
fannst heimskuleg.
Ástríðan, gáfurnar, óskiljanlegt næmið fyrir tungumálinu sem kemur
til dæmis fram í því að hann stuðlar sl- og sn- við sömu klasa og við st-
en aldrei við s- eingöngu („slokknar á himni / stjarnan seinast“), hann
heyrir t-ið sem treður sér milli s og l og s og n og lætur ekki blekkjast til
að stuðla á móti s-i einsömlu! Og sm- stuðlar hann sömuleiðis við sp- en
ekki við s- eitt. Eyra hans er svo næmt að það er nánast óhugnanlegt!
Hvað fleira er merkilegt við Jónas? Ég held að hann hafi haft maka-
laust innsæi og tilfinningu fyrir ljóðmáli, hvaðan sem hann hafði það.
Hann skilur sig þar bæði frá fyrirrennurum sínum og samtímamönn-
um, hann er virkilega framúrskarandi. Ég las heilmikið í Eggerti Ólafs-
syni af því Jónas dáði hann svo mjög. Eggert er afar leiðinlegt skáld.
Einstaka sinnum bregður fyrir virkilega fínum línum hjá honum en oft-
ast er hann ekki mér að skapi. Bjarni Thorarensen er vissulega ágætt
skáld en hann þarf að rembast meira en Jónas og hann skortir fágun
hans og næmi.
Hvað sem segja má um Eggert og Bjarna þá hafa þeir ekki það sem
Jónas hefur og sem kveikti í mér þá og kveikir í mér enn. Hann hefur