Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 86
B ó k m e n n t i r
86 TMM 2007 · 1
við að fólk keypti hana til að lesa sjálft en ekki gefa í jólagjöf. Á hinn bóginn
mátti lesa í nýlegu viðtali við höfundinn að hann hyggst nú framlengja líf þess-
arar bókar með því að kvikmynda hana; ekki er það gert af neitt of ríflegum
kosti og kennir höfundurinn aðferðina við Nollywood-myndir – en svo eru
kvikmyndir sem framleiddar eru í Nígeríu stundum nefndar. Sumar bækur er
auðvelt að færa í kvikmyndabúning og aðrar ekki, Í frostinu er ekki bók sem
steinliggur að gera kvikmynd eftir heldur þarf að hafa fyrir að búa til and-
rúmsloft og nota allt aðrar aðferðir en notaðar eru í bókinni, beita öðru en
orðum, töfra fram annars konar þagnir og aðra áferð til að skapa þennan seið
sem ég hef kallað raunsæi og tekst sérlega vel í þessari bók sem þegar upp er
staðið er býsna bókmenntaleg, skáldskaparleg, hvernig skal orða það, þaul-
hugsuð í raunsæi sínu …
– – –
Eða nei annars, ég er hættur við. Að kenna bók við raunsæi er ekkert nema
aðferð til að hugsa ekki um hana. Höfundarnir sem ég nefndi áður eiga ekki
náttúrulegan bústað í þessari kví fremur en annarri. Ég vil fremur kenna Í
frostinu við meiðsl, við hreinsun og kaþarsis – og þó ekki. En raunsæi? Ósköp
er það þægilegt orð þegar allt kemur til alls! Ósköp getur vopnabúr hugsunar
um bókmenntir orðið mikil hindrun á sjálfstæða hugsun! Nei! Heldur kýs ég
skotbirgðafæðina sjálfa, ég er hættur við, hvað er hægt að gera skáldverkum
verra en að fleygja þeim í kvíar og sölsuð svið þegar skáldskapur leitast við að
klóra í sundur himnur, berja í glerið sem skilur okkur frá veruleikanum, fokka
upp kössunum sem við notum til að skilja heiminn takmörkuðum skilningi í
kolli okkar. Hin og þessi svið bókmennta – í raun er þetta sama hugsun og fyr-
irtækin beita í korporasjónalisma samtímans, þessi er á framkvæmdasviði,
hinn er fulltrúi á kynningarsviði, ný kynslóð, glæný vara, framabraut, stjórn-
sýslusvið, tryggingasvið, allt að gerast … hvaða fokking svið og hvar er hún
Gulla í mötuneytinu sem látlaust hugsar um eitthvað sem skiptir ekki nokkru
máli? Hún er hér í þessari bók og vill síður að við nauðgum bókmenntunum
með blindu skipuriti okkar, hemjum villimennsku og heift, setjum spýtu upp í
flogasjúkling þar sem hann engist í óvitund sinni, það á ekki að troða spýtu
upp í einn eða neinn. Það eru engin svið, allur skáldskapur sem varið er í er
með blóði og und.
Heimspekilegur grunnur 19. aldar raunsæis í þröngum skilningi með raun-
hyggjulegri sýn og pósítívisma er löngu brostinn, þetta er ekki bók sem boðar
trú eða felur í sér kröfu um eitthvað betra, kannski bara hreint ekki raunsæis-
verk – og hvað á maður við með raunsæisverk? Þetta er melankólísk bók í
myrkviðum og sorta þar sem melankólía gegnir hlutverki, það væri helst að
kvarta yfir gallaleysi hennar, ströngu formi, leikleysi, frábærri formhugsun,
hér er strangt, einfalt form, engar tiktúrur, útúrdúralaust með öllu eins og er
íslenskur siður (nánast plagsiður, útúrdúrar og tíma- og tíðaflökt sem víðast
þykja sjálfsögð við lýsingu flókins veruleika teljast vera misfellur í íslenskri
hefð), samt gefur eitthvað til kynna viðburð með þeim hætti sem sannir bók-
menntaviðburðir eru, þeir neita sér um fordild og marka ekki tímamót nema