Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 103
TMM 2007 · 1 103
Þær snúast nefnilega í annan stað allar um upplausn fjölskyldunnar og marg-
víslegar krísur þar að lútandi. Aðalsöguhetja Blóðbanda Pétur kemst að því að
hann er ekki „blóðfaðir“ sonar síns og skilur við eiginkonu sína Ástu tíma-
bundið og stofnar til kynna við ritarann sinn Önnu. Segja má að öll fjöl-
skyldubönd í Börnum séu slitin; hinn föðurlausi Marínó þolir ekki að sjá
móður sína stofna til kynna við annan mann, faðir Guðmundar er vafasamur
handrukkari og móðir hans Karítas á í forræðisdeilu um hálfsystkini hans.
Hinn einstæði Erlendur í Mýrinni á í mestu vandræðum með dóttur sína Evu
Lind og morðgátan sem hann reynir að leysa snýst um fjölskylduharmleik úr
fortíðinni þar sem rofin blóðbönd koma við sögu. Blaðamaðurinn Baldur í
Kaldri slóð heldur upp á hálendið í von um að leysa gátuna um grunsamlegt
fráfall föður síns sem hann aldrei þekkti og kemst þar í kynni við Freyju sem
glímir einnig við fjölskylduharmleik úr fortíðinni. Í þriðja lagi eru allar mynd-
irnar gerðar fyrst og fremst fyrir íslenska áhorfendur. Þær glíma við íslenskan
veruleika (jafnvel þótt erlendar formúlur séu fengnar að láni), þær gerast á
Íslandi og eru á íslensku. Í engri þeirra kemur við sögu erlendur gestur sem
þarfnast ítarlegra útskýringa á íslenskum staðháttum og menningu – einhver
hvimleiðasta sögupersóna íslenskra kvikmynda undanfarin ár.
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum áhugamanni um kvikmyndir að
tvær þessara mynda eru spennumyndir eða reyfarar og á það sér ekki fordæmi
í íslenskri kvikmyndasögu, auk þess sem sýndir voru í sjónvarpi sakamála-
þættir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur Allir litir hafsins eru kaldir. Kaldri slóð
hefur gengið ágætlega í miðasölu, og þegar þetta er skrifað er allt útlit fyrir að
hún verði vinsælli en bæði Börn og Blóðbönd, en Mýrin hefur hér algjöra sér-
stöðu sem langvinsælasta mynd ársins 2006. Ekki er ólíklegt að vinsældum
hennar fylgi ákveðin umskipti þótt auðvitað sé ekki hægt að fullyrða neitt um
framhaldið – líkt og áður segir er íslensk kvikmyndagerð mikið ólíkindatól.
Ekki er nóg með að Mýrin sæki ýmislegt í sjóð formúlumynda að hætti Holly-
wood (þótt auðvitað séu reyfarar framleiddir víða um heim) heldur fylgir
markaðssetning myndarinnar forskrift stórmyndanna amerísku. Umfjöllun
og kynning í fjölmiðlum var feykimikil, sérstakri forsýningu á Sauðárkróki
voru gerð einkar góð skil, lofsamlegir dómar tóku að birtast jafnvel fyrir
almenna frumsýningu, og svo síðar í almennum fjölmiðlum. Kvikmyndin var
sýnd í fjölda kvikmyndasala (Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói, Háskóla-
bíói, Borgarbíói Akureyri, Selfossbíói og Sambíóunum Keflavík). Brátt tóku
dagblöð að fyllast af aðsóknartölum og í markaðssetningu virtust þær skipta
jafnvel meira máli en hinir annars jákvæðu dómar. Pínlegust var þó sú áhersla
sem lögð var á sölutekjur myndarinnar (að amerískri fyrirmynd) í krónum
fremur en áhorfendafjölda. Er það góð ástæða fyrir því að fara á kvikmynd að
hún skuli hafa „halað inn“ 50 milljónir? Á meðan það er sjálfsagt mál að þreifa
fyrir sér með reyfara og aðrar kvikmyndagreinar þá er mér til efs að þetta
ameríska viðskiptamódel henti íslenskri kvikmyndagerð og gæti í versta falli
hjálpað til við að festa í sessi það misræmi sem einkenndi aðsókn á íslenskar
myndir á árinu. Þá er rétt að hafa í huga að þótt ekki séu til staðfestar tölur yfir
Kv i k m y n d i r