Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 28
28 TMM 2007 · 1
Hrund Gunnsteinsdóttir
Að passa poka
fyrir hugsanlegan hryðjuverkamann
á flugvellinum í Harare
Á fallegum sumardegi í október, á marmaralögðum flugvelli í Simbabve,
fyrrverandi brauðkörfu Afríku, passaði ég poka fyrir hugsanlegan
hryðjuverkmann.
Ef ég á að vera alveg hreinskilin leit hann alls ekki út fyrir að vera
hryðjuverkamaður. Var ekki með pírð augu og hvorki fýldur né skeggj-
aður. Það var ekkert við hann sem minnti mig á hryðjuverkamann.
Hann var ekki með sólgleraugu, hýjung, í hvítri hnéðsíðri skyrtu eða
leðurjakka. Skyrtan hans var litrík og augnhvítan var áberandi hvít.
Þegar hann gekk inn í biðsalinn datt mér fyrst í hug að þessi maður hlyti
að hlakka til að komast á áfangastað. Til Lundúna, að öllum líkindum,
því hann gekk uppljómaður beint af augum og settist við hliðina á mér
þar sem ég beið undir hallandi glerlofti og heiðbláum himni fyrir utan
hliðið að Lundúnum.
Ég hafði aldrei hitt hann áður en bjóst alveg eins við að hann breiddi
út faðminn og heilsaði mér innilega – „Nei, hæ!“ – líkt og skólasystur
gera eftir margra ára aðskilnað. Hann hefði getað verið einn af samnem-
endum mínum úr skólanum í Englandi, við nám í stjórnmálafræði eða
alþjóðlegum mannréttindum. Minnti mig á gaurinn frá Síerra Leóne,
dökkur á hörund og vel á sig kominn en töluvert hávaxnari og glaðlegri.
Kannski var pabbi hans í hernum? Eða mamma hans að vinna fyrir
Alþjóðabankann?
Það gustaði af honum ferskri útilykt sem setti mig út af laginu því það
var þrjátíu stiga hiti úti. Hann snéri sér að mér, sætið hans þéttingsfast
upp við mitt, bæði sætin úr járni og harðplasti. Hné okkar snertust og
hann gaf mér straum. „Værirðu nokkuð til í að hafa auga með töskunni
minni rétt á meðan ég skýst fram?“
„Jájá, ekkert mál,“ svaraði ég, án þess að hugsa. Skælbrosandi. Jájá,