Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 51
M a d d a m a n m e ð k ý r h a u s i n n o g V ö l u s pá
TMM 2007 · 1 51
myndin yrði ekkert réttari þótt ég flysjaði þær af, enda getur líka eitt-
hvað hafa skolast til í þeim vísum sem þó virðast fornlegar og ramm-
heiðnar.
Í texta bréfsins, sem hér var í upphafi vitnað til, eru bornar upp tvær
spurningar sem nú verður fyrst reynt að svara, en síðan mun ég víkja að
einstökum atriðum sem talin voru upp á eftir megintexta bréfsins:
1) Spurningu um hvort til bóta séu nýjar tilgátur Maddömunnar um
upphaflegra form en það sem varðveitt er, er samkvæmt mínum skiln-
ingi ekki hægt að svara með já eða nei. Mér finnst gaman að þeim, og
þær örva mig til átaka við merkingu kvæðisins; en eru tilgátutextar,
Helga og annarra, betri kvæði en miðaldatextanir? Frá sjónarmiði
nútímafagurfræði og hugmynda má vel vera að svo sé stundum. En eru
þeir líkari ‚frumkvæðinu‘ en K eða H, komast þeir nær formi þess og
merkingu en það sem lesa má af skinnblöðunum? Ef það er mælikvarð-
inn á það hvort þeir séu til bóta, vantar lóðið á reisluna. Þá er til lítils að
hengja kvæðisgerðir til skiptis á krókinn.
2) Það er vissulega freistandi að hugsa sér að form Völuspár hafi í upphafi
verið reglulegt drápuform og að stefin þrjú hafi verið notuð hvert á eftir
öðru með jöfnum millibilum en í upphafi og niðurlagi kvæðisins hafi
verið steflausir hlutar, upphaf og slæmur. En eigum við að falla í þá
freistni? Líklegt er að vísu að eitthvað hafi röð erinda skolast til, en getum
við verið viss um að skáldið hafi ætlað sér að yrkja reglulega drápu?
Kvæðið er á flesta vegu óvenjulegt og á harla fátt sameiginlegt drápum
um konunga. Getur ekki verið að skáldinu hafi í lokakafla þótt vel við
eiga að grípa aftur til fyrra stefs: Vituð ér enn eða hvat?, þótt slík meðferð
stefja brjóti í bága við reglur hirðskálda? Ýmislegt fleira bindur kvæðið
saman en stefin, og mætti þar sem dæmi nefna hvernig aftur og aftur er
vikið að Yggdrasli, heimstrénu, og hvernig völvan víkur að sér sjálfri.
Þá er að fjalla um einstök atriði sem Helgi leitar álits á í bréfi sínu:
a) þursa meyjar (8–13), s. 70
Í 8. vísu Konungsbókar er talað um þrjár (skrifað ‚iii‘) þursa meyjar, sem
komið hafi úr Jötunheimum. Þær koma alveg óvænt inn í kvæðið, virðast
spilla friði eða ógna Ásum einhvern veginn, en sköpunin heldur þó
áfram. Satt að segja er allt mjög óvíst um þessar meyjar og margar kenn-
ingar til um hverjar þær hafi verið eða hvert erindi þeirra og áhrif þess. Í
Maddömunni er þess til getið að hér hafi áður verið kveðið ‚þrír þursa