Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 102
102 TMM 2007 · 1
K v i k m y n d i r
Björn Ægir Norðfjörð
Fjölskyldustúdíur og reyfarar
Íslenskar kvikmyndir ársins 20061
Íslensk kvikmyndagerð er eins og íslenska veðrið. Eina stundina er glaðasól-
skin en þá næstu úrhellisrigning. Mér verður hugsað til ársins 2000 sem var
kannski besta ár íslenskrar kvikmyndasögu (ef rétt er að ræða kvikmyndir í
árgöngum sem vín væru). Þá naut kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Engl-
ar alheimsins mikilla vinsælda, og þreyttar voru vandaðar frumraunir, þ.á m.
101 Reykjavík Baltasars Kormáks og Fíaskó Ragnars Bragasonar, en alls voru
frumsýndar sex myndir. Sólskinið varði þó ekki lengi. Næstu myndir Friðriks
Þórs, Falcons (2002) og Niceland (2004), stóðu Englunum talsvert að baki og
vöktu lítinn áhuga áhorfenda, og eitthvað svipað mætti segja um mynd Balt-
asars A Little Trip to Heaven (2005) – öllum þremur var líka ætlað að höfða
fyrst og fremst til erlendra áhorfenda líkt og titlar þeirra gefa til kynna. Færri
myndir voru frumsýndar, aðsókn var mestmegnis dræm og vafasöm styrkveit-
ing Opinberunar Hannesar (2004) setti ljótan blett á starfsemi Kvikmynda-
sjóðs. En nú þykir mér sem farið sé að birta aftur, þótt líklega megi rekja
þessar sveiflur til smæðar íslenska kvikmyndaiðnaðarins fremur en veðurfars-
ins, og ég er ekki frá því að árið 2006 hafi verið gott íslenskri kvikmyndagerð.
Eftirtektarverðar myndir litu dagsins ljós, Mýrin var með eindæmum vinsæl,
styrkveitingar voru hækkaðar umtalsvert – eigum við ekki að segja að ástæða
hafi verið til bjartsýni í árslok.
Allir litir ársins eru kaldir
Þrátt fyrir margvísleg efnistök áttu leiknar myndir ársins a.m.k. þrennt sam-
eiginlegt. Í fyrsta lagi voru þær dregnar fáum og köldum litum. Börn var tekin
í svarthvítu en ekki var miklu fleiri litum fyrir að fara í Blóðböndum, Mýrinni
og Kaldri slóð. Þær einkenndust almennt af sama grábláa litnum og sjónvarps-
þáttaröðin Allir litir hafsins eru kaldir sem bar svo sannarlega nafn með rentu.
Þessi stílfærða framsetning hefur verið áberandi víða undanfarið, og end-
urspeglar hún m.a. arkitektúr og ytri mynd borgarveruleika samtímans (og
myndirnar gerast í Reykjavík að frátalinni Kaldri slóð þótt þar komi hún
reyndar einnig heilmikið við sögu) og rímar við þungbúin þemu myndanna.