Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 90
B ó k m e n n t i r
90 TMM 2007 · 1
tarna og uppgripa. Á stundum fær lesandinn hreinlega of mikið að vita, eins
og t.d. um komu danska fótboltaliðsins með sömu Gullfossferð og kvikmynda-
hópurinn. Allar þessar ótalmörgu sögulegu persónur gera manni líka erfitt
fyrir í lestrinum. Fæstar þeirra fá nokkra dýpt og verða í besta falli einhvers
konar talandi dúkkulísur eða táknmyndir af sjálfum sér. Þetta á sérstaklega við
um Gunnar Gunnarsson og Thor Jensen og við bætast svo framhjáhlaupssögur
af Ólafi Friðrikssyni og Símoni á Hól sem varla þjóna neinum tilgangi nema
þeim að koma sem flestum nafngreindum Reykvíkingum þessara tíma að.
Kannski er ákveðin karakterlýsing Jakobs fólgin í þessum sögum, hann á að
vera grobbinn karl, en öll persónuflóran dregur athyglina frá þræði bókarinn-
ar og þeirri spurningu: af hverju áttu þau Ásthildur og Jakob ekki séns? Af
hverju sættir Ásthildur sig svona algerlega við sjúkdóm sinn og fötlun og af
hverju horfir Jakob sér aldrei nær?
Glímukappinn Jakob í Gamla testamentinu var breyskur maður með stóra
forgjöf hjá Guði og það er Jakob sögunnar einnig. Þegar ég skil við hann á loft-
inu á Hernum get ég ekki annað en óskað þess að honum hafi einhvern tíma
tekist að yrkja sína Höfuðlausn, því þrátt fyrir allt stendur lesanda ekki lengur
á sama um jafn lánlausan mann og hann Jakob.
Sigríður Albertsdóttir
Leiðin að heiman er leiðin heim
Ari Trausti Guðmundsson: Leiðin að heiman. Uppheimar 2005.
Í fyrstu skáldsögu sinni, Leiðin að heiman, tekur Ari Trausti Guðmundsson
fyrir klassískt viðfangsefni; þetta er þroskasaga 12 ára drengs sem elst upp í
Þingholtunum á sjötta áratugnum. Sá heitir Ástvin Stefánsson og er nokkuð
sérstakur strákur, mjög listfengur en á erfitt með nám. Greinilegt er að hann
er það sem í dag kallast að vera misþroska, en til merkis um það er til að mynda
sú árátta hans að skrifa hjá sér í stílabók alla fugla sem hann sér, svo og bílateg-
undir og bílnúmer. Einnig sveiflast hann á milli þess að vera mjög fullorðins-
legur og þroskaður í hugsun til þess að vera einkar barnalegur.
Heimilisaðstæður Ástvins eru all nöturlegar því faðir hans er bæði stjórn-
samur og drykkfelldur og beitir heimilisfólkið andlegu ofbeldi bæði ljóst og
leynt, ekki síst Ástvin sem fær reglulega að heyra það hve illa hann standi sig í
skólanum. Fyrir dyrum stendur fullnaðarpróf sem ljóst þykir að Ástvin muni
ekki ná, en þá birtist honum óvæntur liðsmaður í líki Enoks, miðaldra lífs-
kúnstners sem lætur sér annt um velferð fjölskyldunnar, einkum Ástvins. Með
aðstoð Enoks tekst Ástvini að ná prófinu og í kjölfar þess fær hann að fara
vestur á Barðaströnd með Enok. Þar dvelja þeir félagar sumarlangt.