Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 53
M a d d a m a n m e ð k ý r h a u s i n n o g V ö l u s pá
TMM 2007 · 1 53
að aftur, svo að hér eru margar gátur óráðnar og verða það. Sjálfum
þykir mér sennilegast að hér sé talað um stríð Ása og Vana, og þess
vegna gæti þetta verið Freyja, sem ekki var í vandræðum með að halda
lífi með hjálp seiðs þótt hún væri brennd. Sýnt þykir mér að eitthvað
vanti hér í kvæðið, en ekki treystist ég til að geta í þá eyðu.
e) Vanir (24–18), s. 71
Ólíklegt finnst mér að Vanir sé ekki sérnafn heldur lýsingarorð í 24.
vísu. Fram kemur að borg Ása var brotin, hver skyldi hafa gert það
annar en hinir göldróttu Vanir sem þeystu um völlinn með galdrasöng.
Viðurkennt skal að frá sjónarhóli setningafræði er ekkert því til fyr-
irstöðu að orðið sé lýsingarorð; en hverjir eru vanir hvers? m.ö.o. hverjir
eru án einhvers og án hvers eru þeir?
f) Vituð ér enn – eða hvat? (27–22), s. 76–77
Hér er lagt til í kverinu um Maddömuna að það sé Óðinn sem mælir af
munni fram stefið Vituð ér enn eða hvat? Vel lýsir Helgi áhrifamætti
þessa seiðmagnaða stefs, en þó finnst mér það enn öflugra ef við skiljum
það sem svo að völvan beini því að áheyrendum sínum, ýmist ógnandi
eða storkandi, en einn áheyrendanna er einmitt Óðinn sjálfur. Þó hefur
einn fræðimaður, Gísli Sigurðsson, fyrir ekki alllöngu haldið því fram
að völvan vitni til orða Óðins á fyrri fundi þeirra.
g) hvera lundi (Hveralundi) (35–30), s. 78–79
Skemmtileg og sennileg finnst mér sú tilgáta að ‚hver‘, sem kemur við
sögu þar sem segir frá Loka bundnum í texta Konungsbókar, sé í raun
tilvísun til skálar þeirrar sem Sigyn heldur yfir honum til að varna því
að eitur drjúpi sífellt á hann. Það er hins vegar einkennilegt að tala um
að Loki liggi undir lundi, og þess vegna finnst mér geta komið til álita
sú hugmynd, sem sett er fram í Maddömunni, að upphaflegra sé ‚undir
hver alundinn‘, þótt ‚alundinn‘ (fjötraður) sé væntanlega eindæmisorð;
til þess að lesa svo þarf aðeins að gera ráð fyrir að eftirritara hafi sést yfir
nefhljóðsstrik yfir ‚i‘ (eða það hafi verið máð eða gleymst að draga það)
og í framhaldi af því hafi orðum verið ranglega skipt, því að hvera og
lundi eru skýrt aðgreind í Konungsbók, en þessi vísa er ekki annars
staðar.
h) lopt yfir (Hauksb. – 31), s. 79
Vísuorðin ‚gínn lopt yfir /lindi jarðar‘, sem koma fyrir í H, eru í Maddöm-
unni færð til og tengd myndinni af Loka bundnum, en hann nefndist