Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 133
U m r æ ð u r
TMM 2007 · 1 133
áhyggjur eins samflokksmanns af börnum hennar, færi hún fram. Hann hafði
hins vegar ekki áhyggjur af börnum Francois Hollande, færi hann fram. Annar
samflokksmaður lét hafa það eftir sér að hann skyldi ekki hvað þessi kona væri
að fara, héldi hún að framboð til forseta væri fegurðarsamkeppni.
Það er mjög áhugavert að fylgjast með athugasemdunum sem Segoléne Royal
fær sem forsetaframbjóðandi. Áherslan er á reynsluleysi hennar bæði í inn-
anríkis- og utanríkismálum. Á vettvangi innanríkisstjórnmálanna er bent á að
hún hafi „einungis“ gegnt embættum á sviði mennta- og félagsmála. Á alþjóða-
vettvangi hafi hún enga reynslu. Þær eiga sem sagt ýmislegt sameiginlegt
Segoléne Royal og Angela Merkel þótt þær séu fulltrúar ólíkra stjórnmálaflokka.
Nú má lesa um það í blöðum að sambýlismaður Segoléne Royal eigi mjög erfitt.
Ekki aðeins hafi hún verið valin til framboðs en ekki hann, heldur hafi hann
einnig fengið nýtt viðurefni. Mun hann kallaður Cecilió en eiginkona Nicolas
Sarkozy heitir Cecilia. Já, þau eru karllæg stjórnmálin í Frakklandi.
En hvernig standa þá málin á Íslandi? Eru viðhorf til stjórnmálakvenna
önnur en til stjórnmálakarla?
Þegar ég kom fyrst að starfi að mannréttindum kvenna og jafnrétti kynja
fyrir um 20 árum, áttu allir góðir femínistar til í fórum sínum lista þar sem
rakið var hvernig tiltekinn persónueiginleiki var skilgreindur jákvæður ef
eignaður karli en neikvæður ef eignaður konu. Þannig voru karlar sagðir
ákveðnir en konur frekar, karlar voru sagðir fylgnir sér, konur ósamstarfshæf-
ar, karlar sem sóttust eftir frama voru metnaðargjarnir, konur sjálfmiðaðar,
enda vanræktu þær börn og bú, og svo mætti lengi telja.
Þó vissulega hafi mikið vatn runnið til sjávar á þessum tuttugu árum, og
ofangreindur listi sé kannski ekki lengur í umferð, þá finnst mér oft sem
umræða um konur og karla í stjórnmálum taki enn óeðlilegt mið af kyni við-
komandi. Gildir það enn að karlar séu ákveðnir en konur frekar? Var Ingibjörg
Sólrún frek þegar hún bauð sig fram gegn formanni Samfylkingarinnar vorið
2005? Um það framboð hennar, ekki síst það að tilkynna það tveimur árum
fyrr, var sagt að hún kynni ekki leikreglur stjórnmálanna. Var Siv Friðleifs-
dóttir frek og jafnvel ósamstarfshæf þegar hún bauð sig fram til varaformanns
Framsóknarflokksins á móti Finni Ingólfssyni árið 1998 eða var hún ákveðin
og metnaðargjörn? Þrátt fyrir gott fylgi virtist framboð hennar ekki styrkja
hana innan flokksins árin á eftir. Það hefur oft verið sagt um Siv Friðleifsdótt-
ur að þar fari metnaðarfull stjórnmálakona. Ég hef hins vegar aldrei verið alveg
viss hvort það sé talið henni tekna eða til lasts. Er Jóhanna Sigurðardóttir frek
eða ákveðin?
Á síðasta áratug eða svo höfum við séð tvo karla setjast í ráðherrastóla án
nokkurrar þingreynslu, hverfa þaðan fljótlega á braut yfir í opinbera stöðu en
staldra einnig þar stutt við. Annar hafði jafnframt árinu áður verið kjörinn
varaformaður síns flokks. Þriðja karlinn á ráðherrastóli má einnig nefna en
hann hvarf þó ekki að opinberu starfi. Hefði umfjöllun fjölmiðla um slíkan
hringlandahátt verið með öðrum hætti ef þarna hefðu verið á ferðinni þrjár
konur?