Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 83
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 1 83
krafist þess að Mál og menning (Edda) gefi út sérstakt skráabinidi og dreifi því
ókeypis. Þegar ég keypti fyrstu bindin var mér nefnilega lofað að ég fengi
a.m.k. heimildaskrá. Það hefur verið svikið. Og í aldeilis fyllstu alvöru:
Til þess að Íslensk bókmenntasaga I–V verði alvöruverk verður að búa til
skrárnar. Það er handahófskennt hvernig er vísað til verka í bókunum, oftast
svosem hægt að hafa upp á heimildinni en ekki alltaf. Svikist um dagsetningar
á vefsíðuvísunum og þar með eru þær ekki í fullu lagi, eins og allir þeir vita sem
hafa notað þvílíkar heimildir. Vefsíður breytast nefnilega og hverfa með allt
öðrum hætti en bækur á söfnum. Forlagið, sem áreiðanlega á ekki eftir að tapa
á þessari útgáfu þegar til lengri tíma er litið, skuldar kaupendum þessa þjón-
ustu.
Lokasenna
Að lokum bara þetta: Þegar ég horfi á kilina í skápnum, Íslensk bókmenntasaga
I–V, verð ég þjóðarstoltur. Við höfum aldrei átt svona verk. Við erum ríkari
núna en í fyrra (og vorum þó rík fyrir). Við höfum ástæðu til að berja okkur á
brjóst og teygja úr okkur og segja: „Ég er svona stór!“ Þegar verður búið að gefa
út skrárnar getum við meira að segja sagt: „Ég er stærri en ég hélt!“
Ég þakka höfundum þessarar bókmenntasögu fyrir verk sitt, vitandi að það
var erfitt. Ég þakka útgáfunni fyrir snoturt handbragð sem verður enn betra
þegar hún er búin að bæta við sjötta bindinu. En umfram allt þakka ég þeim
sem bjuggu til þau yndislegu skáldverk sem fjallað er um í sögunni.
Tilvitnun í upphafi greinar er sótt í öldungis nýkomna bók Prebens Meulengracht
Sørensens, Kapitler af Nordens litteratur i oldtid og middelalder. Ritstj. Judith Jesch
og Jørgen Højgaard Jørgensen. 2006.
Auk ritstjóra eiga þau Daisy Nijeman, Kristinn Jóhannesson og Böðvar Guðmudsson
miklar þakkir skildar fyrir yfirlestur og rökræður. En hvatki er mér að kenna. HP
Hermann Stefánsson
Á sviði blóðs og undar
Jón Atli Jónasson: Í frostinu. JPV úgáfa, 2005.
Hnausþykk lykt af hversdegi, ekki þeim sem er fullur af furðum og á sér skáld,
heldur hinum sem er sneisafullur af hversdagslegum hlutum, venjulegum,
leiðinlegum hlutum, þessum sem er fullur af því að fara í vinnu, gefa krakk-
anum pylsur, þrífa veggi, skúra gólf, hjúkra gömlu fólki, fara á fyllerí, æla, kúka,
þeim hversdegi sem á sér aðra höfunda: raunsæislega skáldsagnahöfunda.