Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 45
S a g ð i r ð u g u b b ?
TMM 2007 · 1 45
5 Gunnlaðar saga, Svava Jakobsdóttir. Reykjavík 1994, 398. Hér er jafnan vísað í
þessa útgáfu sem geymir tvær skáldsögur og fjögur smásagnasöfn Svövu.
6 Þegar frúin sækir lögfræðing Dísar heim steinsnar frá mannmergð hins kunn-
uglega Striks finnst henni gatan framandi: „Mér fannst ég vera skyndilega og
óvart komin í aðra borg og annan tíma“ (bls. 375).
7 Óttinn við unglingana er í áhugaverðum venslum við viðskipti konunnar og
eiginmanns hennar sem snúast um Keflavíkurflugvöll og minnst er á í sögunni,
skömmu á undan gubbatriðinu (bls. 381).
8 Frá því að Maureen Thomas ræddi tengsl Gunnlaðar sögu við Völuspá árið 1988
hafa þau varla farið framhjá neinum. Sjálf var Svava hugfangin af Völuspá og
ræddi hana í erindi sem hún hélt árið 1999 (og prentað var í Tímariti Máls og
menningar það ár, sjá „Skáldskapur og fræði,“ Kona með spegil, 69–80, sjá einnig
bók hennar, Skyggnst á bak við ský. Reykjavík 1999, 107–19).
9 Skyggnst á bak við ský, 67–275.
10 Svo var a.m.k. um Véstein Ólason (bls. 247).
11 Eins og hún kemst sjálf að orði í greininni „Reynsla og raunveruleiki“ sem
upphaflega var erindi í Osló haldið árið 1979 (endurpr. í Konu með spegil, bls.
60–68).
Smásagnasamkeppni
Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, og Tímarit Máls og
menningar efna til smásagnasamkeppni í ár. Þátttaka er heimil fólki
á öllum aldri og af öllu landinu, einnig þeim sem búsettir eru erlend-
is. Skilafrestur er til 1. maí næstkomandi. Þriggja manna dómnefnd
velur þá þrjár sögur til verðlauna. Veitt verða vegleg bókaverðlaun
og sagan sem fær fyrstu verðlaun verður birt í TMM. Sögurnar á að
merkja „Smásagnakeppni MENOR og TMM 2007“ og senda undir
dulnefni til: MENOR / Pósthólf 38 / Akureyri
Í lokuðu umslagi skal fylgja nafn höfundar, heimilisfang og síma-
númer. Umslagið skal merkt dulnefni höfundar. Aðeins verða opnuð
umslög verðlaunahöfunda.
MENOR hefur staðið fyrir keppni á sviði ritaðs máls frá árinu
1987 í samstarfi við ýmsa aðila, dagblöð, tímarit, RÚVAK, Leik-
félag Akureyrar og síðustu tvö árin í samstarfi við Tímarit Máls og
menningar. Bókin Slóðir mannanna, úrval ljóða og sagna úr þessari
keppni, var gefin út á 20 ára afmæli samtakanna árið 2002.