Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 8
D i c k R i n g l e r
8 TMM 2007 · 1
láta þýðinguna vera eins opna og óræða og kvæðið sjálft. Og þetta gerði
ég. Með öðrum orðum þá reyndi ég að hafa þýðinguna eins óákveðna og
dularfulla og frumkvæðið sjálft. Og ég get sagt þér að það er afar erfitt
fyrir mann sem er bókmenntarýnir að atvinnu að skrifa eitthvað sem á
ekki að vera vit í! En ég held að það hafi tekist að gera þýðinguna eins
margræða og frumkvæðið. Og ögrandi. En það tók tímann sinn!“
Infinite snow dazzles my eyes
out to the northern and southern skies,
eastward, westward, endless and cold.
Individual – now be bold!
Death is white and unsullied snow.
The sentry heart resolves to go
calmly across that shroud outspread
to cover earth in her faithful bed.
Mother, you ache with love for us,
Earth! you who bear a heavy cross
and labor with hues of light to enfold
life and death and heat and cold.
Ástarstjarnan skín samt
Hvenær kynntistu Jónasi?
„Ég lærði á sínum tíma íslensku í Háskóla Íslands og kynntist honum
í Lestrarbók Nordals. Þar eru nokkur góð kvæði, en íslensk ljóðagerð
eins og hún er kynnt þar yfirleitt fannst mér ekki jafnast á við enska
ljóðagerð. Svo ég átti ekkert von á því lengur að hrífast verulega þegar
kom að „Ferðalokum“. En það ljóð heillaði mig gersamlega – bara blew
me away! Og ég gat ekki hætt að hugsa um það, las það aftur og aftur og
lærði það utanbókar. Svo fór ég að reyna að þýða það. Og ég reyndi aftur
og aftur með ólíkum aðferðum. Svo var ég einu sinni staddur á farfugla-
heimili skammt frá Akureyri og lá andvaka í rúmi mínu, og einhvern-
tíma um þrjúleytið um nóttina datt mér í hug að kannski væri ráðið að
herma eftir ljóðahætti frumkvæðisins og vera eins einlægur og látlaus
og ég gæti og gleyma öllu sem ég kunni um enska ljóðlist. Sjá hvað kæmi
út úr því. Ég notaði það sem eftir var nætur til að klára fyrsta uppkastið
að því sem átti eftir að verða hin endanlega þýðing. Auðvitað potaði ég
í hana eftir þetta, las allt sem hafði verið skrifað um kvæðið og reyndi
að finna því stað í sameinuðu æviverki Jónasar og hugmyndaheimi
hans, en þetta uppkast var grunnurinn.