Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 33
A ð pa s s a p o k a
TMM 2007 · 1 33
þetta hafi verið mín síðasta máltíð? Skítfínt grillað hveitibrauð, löðr-
andi í smjöri?
Jú, ég hefði átt að spyrja hann hvað væri í töskunni. Hefði átt að segja:
„Hvað er í töskunni?“ Það var svo einfalt, eins og að spyrja: Hvaðan
ertu? Hvað gerirðu? Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Má ég giska?
Gulur, rauður, grænn og blár? Það hefði verið góð spurning. Þá hefði
hann kannski spurt mig til baka og ég hefði svarað: blár.
Það voru ábyggilega liðnar tuttugu mínútur. Hvað ef ég hefði farið
með töskuna um borð? Svo tifaði klukkan; tikk-takk, tikk-takk. Einhver
yrði órólegur, færi að ókyrrast, eins og flugvél í háloftum. Og ég segði
bara: Frís! Eða shit! Einhver maður bað mig að passa töskuna fyrir sig.
Hann var mjög myndarlegur. Og vinalegur! Hann leit ekki út fyrir að
vera hryðjuverkamaður. Augnhvítan var alveg einstaklega hvít. Og
hann var í Hawai-skyrtu, svona eins og gamli karlinn í Buena Vista
Social Club!
Hryðjuverk, mission accomplished. Það var búið að kalla út í flugið. Ég
var orðin þyrst og þurfti að fara á klósettið. Í sekúndubrot sá ég fyrir
mér flugvélina springa í loft upp á flugbrautinni. Starfsfólkið í minja-
gripaversluninni henti sér í gólfið og eina sem skildi þau frá drynjandi
eldhafinu var hallandi glerloftið. En þá kom hann. Upp hringstigann og
hífði sig upp síðustu tvö þrepin með hægri höndina á ryðfríu handrið-
inu. Snéri sér svo við á punktinum og brosti til mín yfir biðsalinn.
„Hæ.“
„Hæ.“ Ég lagði höndina yfir bringuna og færði pokann til á gólfinu, í
átt að sætinu hans.
„Fyrirgefðu hvað ég var lengi. Er allt í lagi?“
„Já.“ Hugsanir á fleygiferð í hausnum á mér.
„Hvaðan ertu?“
„Blár …!“
Ég leit á hann, stjörf. Hann horfði á mig, blankur í framan. Ég stóð
upp, brosti og tók töskurnar mínar. Langaði helst að láta mig hverfa, fara
veg allrar veraldar. En rampurinn var tengdur við flugvélina svo ég gekk
rakleiðis í sætið mitt.