Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 22
E g g e r t Á s g e i r s s o n
22 TMM 2007 · 1
Í heimsókninni kynntist Tómas Reykjavík betur en áður. Skoðanir
hans á bænum tóku á sig mynd og skerptust síðan í suðurferðinni. Gerði
hann skipulagsmál, eins og nú er nefnt, upp frá því að áhugamáli sínu
og sýndi þar rómaða framsýni.
Eftir því sem sögur herma átti hann erfitt með að fá aftur far til Hafn-
ar. Hélt hann því til Akureyrar til að fá skipsfar. Varð það örlagaferð því
þá kynntist hann konuefni sínu, sýslumannsdóttur í Garði í Aðaldal,
Sigríði Þórðardóttur. Hún sat í festum uns hann kom aftur úr suður-
landaförinni.
Tómas umgekkst ekki marga í Höfn, en nokkur atriði virðast hafa
ráðið úrslitum um þroska hans: Hann stundaði nám af kappi, las mikið
og fylgdist vel með því sem gerðist í veröldinni. Hann fór að meta verð-
leika menningarstarfs Lærdómslistafélagsins og umdeilds upplýsing-
armanns, Magnúsar Stephensen dómstjóra. Leiðbeinandi Tómasar við
háskólann var Birgir Thorlacius, mikill menntamaður íslenskrar ættar,
sem fór nokkru síðar í langferð suður um Evrópu. Hann kynntist Bald-
vini Einarssyni og varð fyrir áhrifum af honum og útgáfustarfi hans
þann skamma tíma sem Baldvin átti ólifaðan.
Tómas hóf útgáfu- og ritstörf þegar hann var 25 ára, 1832, árið sem
hann lauk guðfræðiprófi með ágætum árangri. Segja má að þá hafi hann
fyrst sýnt umheiminum og sjálfum sér hvað í honum bjó og hvatt til
frekari afreka. Hann fékk innsýn í skáldverk Eggerts Ólafssonar og
deildi áhuga sínum með læknanemunum Eggerti Jónssyni og Skúla
Thorarensen. Saman réðust þeir í bókmenntalegt stórverk sem var
frumútgáfa kvæða Eggerts Ólafssonar. Hann skrifaði í Skírni um
útkomnar bækur, tók þar við af Baldvini sem hafði skrifað um sama
efni. Hann ritaði og gaf sjálfur út merkilegt bókarkorn á dönsku í Höfn,
einkum um skólamál á Íslandi.
Þar með hófst brautryðjandastarf Tómasar.
Þá kom að suðurferðinnni, þessu merkilega uppátæki, sem aldrei
verður skýrt til fulls. Að vísu sagði Tómas frá því í bréfum að hann teldi
að námi væri ekki fulllokið nema með æðri prófgráðum eða námsferð
eins og þessari. Kannski voru það áhrif frá Birgi Thorlacius, hugsanlega
einnig Jóhönnu „fögru“ Briem frá Grund, sem var með Thorlaciushjón-
unum í för. Sennilega hefur þetta leitt til þess að hann lagði á líkar slóð-
ir, um Þýskaland, Ítalíu og Frakkland. Hann fór samt víðar eða alla leið
til Tyrklands og Englands. Ferðin tók tvö ár. Virðist honum hafa tekist
að ávinna sér færni í þýsku, frönsku, ítölsku og ensku.
Suðurgangan var furðuferð. Merkilegt er hvernig honum tókst að
hrinda henni í framkvæmd, nýta tímann til að fræðast um menntamál