Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 128
128 TMM 2007 · 1
U m r æ ð u r
Edmund Gussmann
Stafsetning: hver á hana?
Sem málvísindamaður og Íslandsvinur las ég greinarkorn Stefáns Steinssonar
í TMM (3. hefti 2006, bls. 140–141) með aðdáun og gleði. Ég dáðist að dirfsku
hans að ögra því sem virðist næstum því ginnheilagt á Íslandi – bókmennta-
legri stöðu Halldórs Laxness – þó að aðeins væri fjallað um lítinn þátt bóka
hans, nefnilega nýmæli hans í stafsetningu. Ég gladdist innilega við að lesa
skoðanir sem ég hafði ævinlega deilt sjálfur en hefði aldrei látið mig dreyma
um að setja á prent: að einkastafsetning Halldórs sé bæði sérviskuleg og til-
gerðarleg, það ætti að afnema hana og samræma stafsetninguna á öllum verk-
um hans almennum ritreglum. Mér hafa alltaf fundist Íslendingar einstaklega
þroskaðir að taka ekki hugmyndir hans upp. Þessi grein er framlag mitt til
umræðunnar um íslenska stafsetningu og athugasemdir um stöðu og hlutverk
stafsetningar í málhefð og bókmenntahefð tungumála.
Ég vil byrja á því að segja að miðað við hvað tíðkast í Evrópu yfirleitt þá er
íslensk stafsetning nokkuð stöðug og regluleg. Hér skiptir orðalagið miðað við
öllu máli. Tökum sem dæmi klasann -ough í ensku til að sýna þetta. Litla stund
tekur að finna orð þar sem hann er borinn fram á átta (!) ólíka vegu: enough,
plough, though, cough, thorough, through, hiccough, hough. Ef við bættum eig-
innöfnum við mætti finna fleiri afbrigði. Ekkert slíkt dæmi er til í íslensku – né
nokkru öðru Evrópumáli. Ensk-írski rithöfundurinn George Bernard Shaw
studdi dyggilega hugmyndir um breytingar á enskri stafsetningu og sagði einu
sinni í gríni að orðið sem venjulega er stafsett fish mætti rétt eins skrifa ghoti:
þá er gh borið fram eins og í enough, o eins og í women og ti eins og í action.
Shaw lét ekki sitja við orðin tóm heldur stofnaði sjóð sem var notaður til að
kosta almenna samkeppni um nýtt stafróf undir lok sjötta áratugarins. Stafróf
var hannað, sigurvegarinn stakk á sig sigurlaununum og meira að segja var eitt
af leikritum Shaws, Andrókles og ljónið, gefið út á tvenns konar stafrófi. En þar
með var draumurinn búinn; vanþakklát þjóðin vildi heldur svitna og púla yfir
fáránlegri stafsetningu sinni en læra fjörutíu nýja stafi. Þar voru Englendingar
á sama máli og Íslendingar sem kusu að halda í stafsetninguna hringing og
kenndi í stað þess að taka upp hríngíng og kendi. Líf mikilla mannvina hefur
aldrei verið auðvelt: mildir Íslendingar létu sem þeir tækju ekki eftir frávikum
byltingarmannsins frá venjulegri stafsetningu en héldu þó áfram að dá verk