Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 95
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 1 95
IV
Það Ísland sem lýst er í Zuhause er ekki okkar Ísland og þó ekkert nema það.
Eins og landið kemur þar fyrir kallast það um margt á við myndir hollenska
ljósmyndarans Ron Hornstra (f. 1975), sem ferðaðist um landið 2005 og mynd-
aði aðallega gamalt fólk og ungt fólk á rúntinum með fjarrænt blik í auga og
dró upp allt aðra og þunglamalegri sýn en útlendingar allajafna gera.2 Oftast er
viðkvæðið nefnilega fjörugt mannlíf, almenn undarlegheit og stórbrotin nátt-
úra eða eitthvað því um líkt. Hér, eins og hjá Hornstra, leikur náttúran og hið
kraftmikla íslenska mannlíf ekki stóra rullu. Ekki er heldur farin álfaleiðin,
nema þá með því að segja að álfar séu fyrir Ísland það sem nasistar séu fyrir
Þýskaland (239). Það er því ekki farin leið goðsagna og almennra frábærleg-
heita Íslands (!!) heldur gefin hvunndagsleg og raunsönn mynd, þótt auðvitað
sé brugðið undir sig skáldfætinum öðru hverju.
Íslands-klisjur eru því ekki málið, en ekki er heldur endilega leitað eftir því
að afbyggja þær, þótt slíkt verði án efa raunin í hugum margra Þjóðverja sem
hafa afar rómantíska mynd af landinu og sjá eingöngu álfa, Íslandshesta3 og
Íslendingasögur (sem nota bene fá ekkert allt of mjúka eða virðingarfulla með-
ferð í sögunni) hvert sem litið er. Einnig kann myndin sem dregin er upp að
virka afbyggjandi í hugum þeirra sem hafa keypt hugmyndina um svala land-
ið með barinn Sirkus og tónleikahátíðina Airwaves í broddi fylkingar.
Sagan fjallar einfaldlega um fólk sem lýtur hvorugum öfgunum en getur þó
alveg fallið að þeim báðum. Fólk þetta lifir nútímalegu og borgaralegu lífi með
öllu sem því fylgir. Þrætt er einhvers konar millibil. Orðið millibil hjómar
vissulega ekki spennandi og kann að virka lítt hvetjandi til að taka sér Zuhause
í hönd, en í þessu samhengi verður þetta millibil vissulega áhugavert og meira
að segja spennandi. Auðvitað er það og áðurnefndum lögum að þakka og þá
ekki síst þeim sem lúta að spennu og sakamálum, en einnig er hressandi að lesa
sögu sem hvorki hafnar klisjunum né gengur þeim á hönd og sýnir landið bæði
sem land Bjarkar og Sigur Rósar og land unglingsins á rúntinum og gerir það
á afhjúpandi hátt með því sem kalla mætti að þýða íslenskan veruleika, þótt að
sjálfsögðu liggi meira undir.
V
Auðvitað hefði verið hægt að taka fyrir eitthvað af nefndum lögum sögunnar
eða jafnvel þau öll, en það hefði kallað á lengri grein en þessa og ítarlegri. Í stað
þess hefur verið einblínt á það sem liggur yfir sögunni allri og sjónum beint að
því hvernig íslenskum veruleika er lýst að innan-utan og hann séður með ann-
arlegu auga þess sem er hálft í hvoru. Að auki er almennum mýtum og klisjum
um það hvernig Íslendingar eru sýnt viðeigandi virðingarleysi með þeim
afleiðingum að þær hugmyndir sem við leitumst við að halda úti á öfgafullan
hátt til að undirstrika sérstöðu okkar og ágæti, og margir kokgleypa, virka
hjákátlegar.