Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 25
F y r s t i n ú t í m a Í s l e n d i n g u r i n n
TMM 2007 · 1 25
list – að Tómasi látnum – og bar sigur úr býtum, eins og þeir gera gjarn-
an sem lengi lifa. En í sama hefti Félagsrita sinna skrifaði Jón minning-
argrein þar sem hann segir um Tómas að hann sé: Íslands í algjörðasta
skilningi.
Sjúkdómar, bústörf, prestskapur og framfarastörf í landsins þágu
gengu á krafta Tómasar. Hann átti í fjárhagserfiðleikum og þurfti að
taka nemendur til kennslu. Í ljós kom þegar hann dó og búið var skrifað
upp að Sigríður var vel efnum búin. Mest voru það eignir frá föður
hennar. En þá gastu ekki skoðað innistæðuna í netbankanum þínum!
Tómas hélt áfram ritstörfum um framfaramál. Komu sum þeirra út
að honum látnum, mikið var óframkvæmt eða glatað. Ásamt ferðabók-
inni skilaði hann furðumiklu æviverki.
Sjúkdómur hans elnaði og reyndist síðasta æviskeiðið samfelld harm-
saga, barátta tíma, dauða og hjartans hugðarefna. Undir það síðasta gat
hann ekki skrifað nema liggjandi og þá stuttan tíma í senn. Aðfaranótt
17. maí 1841 dó hann, þrjátíu og fjögurra ára. Ævilok hans og útför er
sorgarsaga. Saman fóru Tómas, tvær dætur og tengdamóðir hans í gröf-
ina.
Sigríður giftist síðar Ólafi sekretera Stephensen bónda í Viðey. Vær-
ingar höfðu verið milli þeirra Tómasar vegna einokunar Ólafs og félaga
hans á Viðeyjarprenti. Var Tómas heldur en ekki óánægður með útgáfu-
stefnuna, sem var einkum sú að gefa út vinsæl en ómerkileg kristileg rit.
Taldi hann prentsmiðjuna verri en enga og standa í vegi fyrir þróuninni,
eins og nú er stundum sagt um ríkisstyrkta fjölmiðla! Þar var Sunnan-
pósturinn einnig prentaður þau þrjú ár sem hann kom út. Tómas var,
öndvert við aðra Fjölnismenn, ekki óánægður með Póstinn. Hans ósk
var að stilla Fjölni upp við hlið Póstsins, en tókst það ekki fyrir félögum
sínum sem voru lítt umburðarlyndir gagnvart andstæðingum. Sjálfur
var Tómas líka harðorður í samfélagslegum efnum.
Jónas orti minningarkvæði um vin sinn sem byrjaði á þeirri hend-
ingu sem í marga áratugi var títt notuð í minningargreinum á Íslandi:
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn! Síðar í kvæðinu eru þessi vísuorð:
Lengi mun hans lifa rödd,
hrein og djörf, um hæðir, lautir,
húsin öll og víðar brautir
þá Ísafold er illa stödd.
Enn tók Íslandssagan stjórnina. Við erum þátttakendur og ráðum eftir-
mælum forvera okkar, eins og afkomendurnir okkar orðspori. Hver er