Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 13
A ð þ ý ð a J ó n a s m e ð s t u ð l u m
TMM 2007 · 1 13
Jónas var hrikalega óhamingusamur á ferðum sínum um Austurland,
hann gæti verið sáttur við Kárahnjúkavirkjun þess vegna! En hann hefði
eflaust miklar áhyggjur af öllum þessum áformum um virkjanir. Þótt
hann lyki aldrei við sína miklu Íslandslýsingu, sem hann var mestöll
fullorðinsár sín að vinna að, þá vissi hann svo mikið um allar hliðar
íslenskrar náttúru, var svo fróður náttúrufræðingur og vísindamaður,
vissi svo mikið um jarðfræði og dýrafræði, fugla og fiska, að það alvar-
lega rask á náttúrunni sem fréttir eru af dag hvern hefðu gert hann
verulega miður sín. Ég held að hann hefði verið á línu Draumalands-
ins … Þó að heimurinn sé breyttur þá er þetta enn sami gamli slæmi
heimurinn.“
Listin sem felur listina
Hefur Jónas eitthvað sem enginn annar hefur?
Dick hefur talað svo til viðstöðulaust fram að þessu en hugsar sig nú
vandlega um.
„Nei, kannski er erfitt að finna eitthvað sem hann hefur en enginn
annar neins staðar. Þó má líta svo á að enginn hafi sömu skynjun og
hann á íslenskt landslag og næmi á íslenska tungu. En í ljóðlistinni –
well, hann hefur að mínu mati einstakan hæfileika, snilligáfu, til að
skapa ljóð undir flóknum bragarháttum sem gefa enn þann dag í dag þá
tilfinningu að það hafi ekki verið neinn vandi að yrkja þau. Og maður
sér að eftir því sem hann vinnur meira í ljóðunum því léttar flæða þau
– eins og þau hafi orðið til, verið mælt af munni fram án nokkurra
átaka. Þetta er list sem felur listina. Hið létta flæði er takmark hans, að
því vinnur hann markvisst. Ljóðin eiga að virka áreynslulaus, stuðla-
setningin, rímið og önnur formeinkenni eiga aldrei að hindra flæðið,
allt á að vera eðlilegt og fullkomið. Þetta er einstakt við hann. Þetta tekst
honum betur en nokkru öðru íslensku skáldi á sínum tíma, og þar eð
Ísland er eini staðurinn þar sem slík ljóðagerð var stunduð á þeim tíma
þá er þetta eitthvað sem hann hefur og enginn annar!
En án gamans þá held ég að ég hafi frá upphafi heillast af því sem ég
vil kalla heiðarleika hans. Það er ekkert falskt við hann. Hvort sem
maður er sammála því sem hann heldur fram eða ekki þá er hann
ævinlega heiðarlegur. Og ein af ástæðum þess hvað hann orti lítið er að
hvort sem hann orti hratt eða hægt þá framleiddi hann aldrei kvæði vél-
rænt eins og mörg skáld gera. Öll kvæði hans hafa ákveðinn tilgang.
Það er erfitt að ræða og færa rök fyrir heiðarleika, en við höfum orð
samtímamanns hans fyrir því að fleiri hafi áttað sig á þessum eiginleika.