Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 71
TMM 2007 · 1 71
Hvað er bókmenntasaga?
Íslenska bókmenntasögu frá upphafi til vorrar aldar má skrifa með ýmsu
móti.
Einfaldast er að sjálfsögðu að gera bara grein fyrir hvað var skrifað (gefið út)
á hverju ári og halda sig þannig við stífa krónólógíu. Ég er vanur að hafa fyrir
satt að það hafi verið T.S. Eliot sem gerði stólpagrín að þessari aðferð með því
að benda á að lesendur hefðu sjaldnast vit á að lesa í réttri röð (Völuspá á undan
Njálu, Njálu á undan Lilju, Lilju á undan Passíusálmum, Passíusálma á undan
Íslandsklukkunni, Íslandsklukkuna á undan Mávahlátri, Mávahlátur á undan
bíóauglýsingunum í Mogga í dag).
Þá má hugsa sér þematíska bókmenntasögu ákveðinna tímabila, þar sem
spurningarnar sem reynt er að svara hljóða: „Hvað var skrifað um?“ og
„Hvernig var skrifað um það?“ „Hvers vegna var það brýnt?“ Þetta er afskap-
lega vandfarin leið nema í einleiksverkum, þ.e.a.s. þegar einn höfundur skrifar.
Og það er væntanlega óðs manns æði þegar horft er til 1100 ára sögu eða svo.
Í þriðja stað er vitanlega hægt að velja annað hvort sígilda sjónarhornið: Að
segja sögu einstakra höfunda og áhrifa höfundar á höfund eða rekja einhvers
konar áhrif verks á verk. Þetta var alsiða á nítjándu öld en á naumast heima nú
á tímum. Samt kemur alltaf upp áhrifahugmyndin, núorðið með hinu mýtiska
heiti ,textatengsl‘ eða eitthvað álíka. Það er ekki talað um rittengsl eða ritstuld
heldur eru verk að ræðast við.
Fjórða leiðin er svo augljóslega að fjalla um bókmenntagreinar hverja um
sig. Það er sú leið sem má kalla klassíska þegar rætt er um íslenskar miðalda-
bókmenntir og henni var fylgt með ofurlitlum módifíkasjónum í Íslenskri
bókmenntasögu I–II. Í þriðja bindinu var hins vegar blandað tímabila- og bók-
menntagreinaskiptingu, fjallað sérstaklega um afmarkaðar „aldir“, en smám
saman skrifuðu menn sig inn í greinaskiptinguna þegar fram á 19. öldina kom.
Þeirri skiptingu er síðan haldið alla 20. öldina.
Eigi hins vegar að fást heildstætt yfirlit gerir þessi aðferð mjög miklar kröfur
til ritstjóra og yfirlitskafla. Það þarf með öðrum orðum að skrifa sérkafla þegar
fyrir liggur hvað gert er við hverja grein á hverri tíð. Og það þarf að tengja fram
og aftur, það þarf að skapa millivísanir og samræmi. En þetta er ekki heiglum
hent, einkum ekki þegar fengnar eru prímadonnur til að skrifa, fólk sem áreið-
anlega var oft heldur óráðþægið ef ritstjórar reyndu að blanda sér í málin.
Guðmundur Andri Thorsson, sem fékk það vandasama hlutverk að taka við
þegar allir voru farnir, sagði á þá leið í útvarpsviðtali að hann hefði ákveðið að
láta hvern höfund halda sínum stíl. Það var skemmtilega sagt, því stíll getur
merkt svo margt. Eins og ég les bókmenntasögu 20. aldar hefur hver höfundur
fengið að gera það sem hann/hún vildi. Og það sem hann/hún vildi er oftast
mjög gott fyrir sinn eða sína parta. En það er óskrifuð heildarsagan og ljóst að
í síðustu bindunum tveim fengu ellefu höfundar mjög frjálsar hendur. Í ljósi
þess verður næstum fáránlegt að þess skuli aðeins getið á prentsagnarsíðu hver
hafi skrifað hvað í bókunum. Kaflarnir eru svo persónulegir að höfundanöfnin
B ó k m e n n t i r