Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 11
A ð þ ý ð a J ó n a s m e ð s t u ð l u m
TMM 2007 · 1 11
ist. Líklega fara flestir svona að, vegna þess að ef maður hefur gert mis-
tök með rímið og ákveður að breyta því þá þýðir það að maður þarf að
rífa niður bygginguna á öllu erindinu og byrja upp á nýtt. Hvort sem
það er meðvitað eða ómeðvitað kemur rímið fyrst, síðan stuðlasetningin
og svo allt hitt. Fyrst af öllu er samt hugmyndin. Og ég býst við að hjá
skáldi eins og Jónasi hafi allt komið nokkurn veginn í einu, og hann hafi
pælt lítið í þessu yfirleitt – nema í kvæði eins og „Soginu“ sem þróast.
Allt nema rímið sem breytist ekki.
Stundum sjáum við að hann hefur gert afdrifaríkar breytingar á stök-
um atriðum, til dæmis þegar hann breytti grænum skúf í rauðan í „Ég
bið að heilsa“. Það var alger snilld, og annað snilldarbragð er í „Ferða-
lokum“. Í fyrsta uppkasti endurtekur hann línurnar „Ástarstjörnu / yfir
Hraundranga / skýla næturský“ úr fyrsta erindinu í því næstsíðasta, en
í lokagerðinni eru línurnar í lokin orðnar: „ástarstjarna / yfir Hraun-
dranga / skín á bak við ský.“ Bókmenntafræðingar eins og ég hafa til-
hneigingu til að oftúlka svona breytingar, en hvers vegna breytti hann
þessu? Hann gerði ekki miklar breytingar á þessu kvæði. Ég held að
hann sé að hrifsa sigur úr greipum örvæntingarinnar. Hann áttaði sig á
að það voru of snögg umskipti frá dapurlegri svartsýni næstsíðasta
erindisins yfir í upphafna sannfæringu lokaerindisins. Þetta bil brúar
hann með breytingunni. Ástarstjarnan er kannski ekki sýnileg en hún
skín samt! Þessi breyting hafði áhrif á allt ljóðið.“
Annar var sálin, hinn heilinn
Hvaða máli skipti Jónas fyrir fólk hér á landi á 19. öld?
„Fyrst eftir að hann lést var eins og hann skipti engu máli. Einhver
– kannski Konráð Gíslason – orti eftirmæli eftir hann í síðasta hefti
Fjölnis (1847) og sagði að hann hefði ekkert haft upp úr erfiði sínu og
áhyggjum annað en vanskilning og vanþakklæti Íslendinga: „Því, sem
að Ísland ekki meta kunni, / er Ísland svipt; því skáldið hnje og dó …“
Þannig að þá var tilfinningin sú að skáldskapur hans skipti engu máli
og honum hefðu mistekist öll sín ætlunarverk. Seinna fékk hann magn-
aða minningargrein frá Konráði Gíslasyni sem lifði hann lengi, og
Hannes Hafstein gaf hann út 1883 og skrifaði um hann; þeir vissu báðir
hvers virði hann var. Skoðun hans á endurreisn Alþingis á Þingvöllum
varð undir, Jón Sigurðsson vann það mál og Alþingi fékk aðsetur í
Reykjavík; en ljóð Jónasar urðu framvörður heillar stjórnmálastefnu
sem var við lýði í meira en heila öld, alveg þangað til þjóðin fékk sjálf-
stæði 1944. Hann kom ekkert nálægt þeirri stefnu sjálfur, og ég býst við