Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 99
Tó n l i s t
TMM 2007 · 1 99
hljómsveit, nokkrum einsöngvurum og kór, en ekkert gerðist? Listafólkið tæki
sér bara stöðu á sviðinu og væri þar grafkyrrt í hálftíma – eða lengur. Það
mætti vissulega sjá sem táknræna athöfn fyrir það sem margir óttast, að fram-
tíð óperunnar sem vettvangs fyrir nýsköpun sé óljós, jafnvel að óperan sé
dauð.
Er óperan dauð?
Enn er vissulega verið að semja óperur, en þær ná sjaldnast mikilli hylli
almennings. Þess vegna er gríðarlega áhættusamt að setja upp nýjar óperur.
Óperuuppfærsla er afar kostnaðarsöm, og það þýðir að stundum eru nýjar
óperur hreinlega ekki fluttar. Því má segja að óperan sé dauð, eða komin á elli-
heimilið Grund, a.m.k. í þeirri mynd sem hún var á blómaskeiði sínu.
Þetta er ástæðan fyrir því að stórar erlendar nútímaóperur sjást ekki hér á
landi, alltént man ég ekki eftir að það hafi gerst. Og samt væri það svo gaman!
Ef sett væri upp nútímaópera sem þegar hefði notið velgengni ytra, þá væri
áhættan e.t.v. ekki svo mikil, alltént minni en við frumflutning íslenskrar
nútímaóperu. Ef höfundur óperunnar væri þekktur hérlendis væru talsverðar
líkur á að íslensk uppfærsla drægi að sér verulega athygli. Ekki má gleyma að
áhuginn á nútímatónlist hefur aukist með árunum, t.d. var húsfyllir í bæði
skiptin sem Passía Hafliða Hallgrímssonar var flutt í Hallgrímskirkju fyrir
nokkrum árum og einnig þegar Jólaóratórían eftir John A. Speight var flutt
þar. Stærri tónleikar á Myrkum músíkdögum eru yfirleitt vel sóttir, a.m.k. ef
þar eru fluttar metnaðarfullar tónsmíðar.
Væri ekki tilvalið að flytja óperuna eftir Ligeti, Le Grand Macabre, sem
gagnrýnandi Financial Times, Rodney Milnes, hefur kallað eina snjöllustu og
fyndnustu, en um leið mest ógnvekjandi óperu tuttugustu aldarinnar? Annar
þekktur gagnrýnandi, Greg Sandow, hefur gefið í skyn að Le Grand Macabre
hafi alla burði til að skapa ámóta andrúmsloft meðal áhorfenda og ríkti á
óperusýningum á kjötkveðjuhátíðum í Feneyjum á fyrri hluta 18. aldar.1 Le
Grand Macabre tekur um tvær klukkustundir í flutningi og byggir á leikritinu
La Balade du Grand Macabre eftir Michel de Ghelderode. Óþarfi er að rekja
söguþráðinn hér, nema að láta þess getið að hann fjallar um heimsendi og að
allar persónurnar í óperunni eru byggðar á tarotspilunum. Þau eru 78 talsins
og í fjórum sortum, líkt og venjulegur spilastokkur. Helsti munurinn er sá að
tarotspilin innihalda 22 trompspil, þar sem finna má tákn á borð við galdra-
mann, dauðann, djöfulinn, dómsdag og réttlætisgyðjuna. Það eru einmitt
persónur úr trompspilunum sem ganga ljósum logum í óperu Ligetis.
Yfirskilvitlegar persónur
Táknfræðin í tarotspilunum er tímalaus og er auðvitað að finna í ótal listaverk-
um. Notkun slíkra tákna er oftar en ekki klisjukennd og því er sjaldgæft að þau
nái að kveikja í manni. Hvað mig varðar persónulega, þá gerðist það í annarri