Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 82
B ó k m e n n t i r
82 TMM 2007 · 1
Júlía færu að eignast afkvæmi í íslenskum bókmenntum þegar Matthías þýddi
þau eins og hálfri þriðju öld eftir að þau voru getin. Sama um riddarann
sjónumhrygga, hvað þá hina rósfingruðu morgungyðju. Matthías og Svein-
björn auðguðu íslenska tungu svo að seint verður þakkað, en þeir breyttu ekki
íslenskri bókmenntasögu til muna með þessum þýðingum. Það gerði hins
vegar Guðbergur með þýðingunum á García Márquez og kannski Tómas
bassaleikari síðar og Friðrik Rafnsson, meðal annars vegna þess að þeir voru
að þýða úr tungum sem færri Íslendingar skildu en ensku og dönsku.
Í þessu sambandi er fróðlegt að horfa á þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar og
Helga Hálfdanarsonar, tveggja goðumbornustu snillinga sem við höfum átt á
þessu sviði. Magnús þýddi ekki fyrst og fremst framúrstefnuverk sinnar tíðar
og þegar hann tók á þeim hafði hann sterka tilhneigingu til að laga þau að
íslenskri hefð. Þar er Stiginn eftir Lundquist gott dæmi. Það var módernískt
ljóð sem varð á íslensku vissulega fagurt en talsvert fjarri frummyndinni. Helgi
Hálfdanarson hefur einkanlega þýtt klassík sem þar með hefur auðgað íslensk-
ar bókmenntir en ekki breytt því sem var að gerast.
Þess eru örfá dæmi að tekist hafi að sýna fram á að íslensk skáld hafi dregið
lærdóma af þýðingum. Það má vissulega nefna módernista sem þökkuðu
Magnúsi Ásgeirssyni fyrir leiðsögn; reynt hefur verið að leiða líkur að því að
Jónas Hallgrímsson hafi notað sér þýðingar Jóns á Bæsá á Milton, en fátt hefur
nú verið sannað í þeim efnum. Augljóst hins vegar að Dalvísur Jónasar eru
ortar undir áhrifum frá annarri þýðingu Jóns. Langsamlega oftast hafa hins
vegar áhrif erlendra skálda á íslensk verið bein, þ.e.a.s. án milliliða þýðend-
anna. Þeir hafa sjálfsagt oft vakið athygli á erlenda skáldinu, en þetta eru allt
saman ókannaðir stígar. Kannski höfðu til að mynda þýðingar Magnúsar á
kvæðunum í Glaumbæjargrallaranum meiri áhrif en flestar aðrar þýðingar
hans.
Auðvitað þarf að skrifa íslenska þýðingasögu, og það þarf að skrifa hluta
hennar inn í íslenska bókmenntasögu. En fyrst þarf að koma meiri rannsókn
en við ráðum yfir núna.
Skráagöt
Í þeim formála fyrsta bindis, sem þegar hefur verið vitnað til, stóð þessi sak-
leysislega og sjálfsagða setning: „en í síðasta bindi verður heimildaskrá fyrir öll
bindin“ (I:5). Og nú er búið að gera forstöðumann hinnar nýju Árnastofnunar,
Véstein Ólason, og ritstjóra elsta menningartímarits á Norðurlöndum, Skírnis,
Halldór Guðmundsson ómerka orða sinna. ÞAÐ ER ENGIN HEIMILDA-
SKRÁ! Og milt sagt er það hneyksli. Okkur var lofað heimildaskrá fyrir 14
árum og ég er áreiðanlega ekki einn um að hafa hugsað gott til þeirrar stundar
þegar ég fengi bestu heimildaskrá um íslenska bókmenntasögu í hendurnar. En
hún kom bara ekki. Og ekki varð málið betra af að það er ekki atriðisorðaskrá
heldur!
Þetta eru svo stór skráagöt að maður getur ekki annað en sagt: Svei! og