Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 49
M a d d a m a n m e ð k ý r h a u s i n n o g V ö l u s pá
TMM 2007 · 1 49
Dæmisagan er lengri, en ég læt hér staðar numið. Þetta er hnyttin saga
og ekki laust við að lesanda verði hugsað til skrautkersins gríska sem
Keats kvað um sinn dýrðlega óð forðum og Helgi Hálfdanarson sneri
listilega á íslensku, en kerið sjálft þó týnt ef það hefur nokkru sinni verið
til nema í huga skáldanna og orðum. En skáldskapurinn getur verið
fögur blekking, og þrætubókarmaður verður að spyrja hvort dæmisagan
sé vel til þess fallin að varpa ljósi á vandann sem við blasir eða villu-
ljós.
Fræði sveiflast frá einni tísku til annarrar. Á 19. öld var við lýði svo
nefnd ‚höhere Textkritik‘, ‚æðri textarýni‘. Þeir sem ástunduðu hana
beittu rökum og lærdómi til að finna upprunalegri gerð fornra kvæða en
þá sem birtist í handritum, einkum með því að greina yngri vísur eða
vísuorð frá upphaflegum eða leiðrétta sum vísuorðin. Oft voru rök-
semdir þeirra snjallar og lærdómur mikill, svo að freistandi var að telja
það ‚frum-kvæði‘ sem þeir fundu miklu merkilegra en textaslitrin sem
varðveist höfðu í handritum. Sá hængur var á, þótt ýmsir stunduðu
þessa rýni af fimi með svipuðum aðferðum, að þeir komust einatt að
harla ólíkum niðurstöðum. Þetta gróf undan trausti á aðferðinni. Á
tuttugustu öld fjarlægðust fræðimenn því þessa aðferð og hneigðust að
því að breyta sem allra minnstu, en endurgera þó frumkvæði – dæmi
um þessa aðferð er útgáfa og skýringar Sigurður Nordals – eða helst
engu nema því sem var málfræðilega ótækt og auðvelt sýndist að færa til
betri vegar – dæmi er útgáfa Jóns Helgasonar. Öllum þessum fræði-
mönnum er það sameiginlegt að telja sjálfsagt að kvæðið hafi spillst í
meðförum.
Um það leyti sem Maddaman með kýrhausinn kom fyrst út naut
stefna Jóns Helgasonar hylli hjá flestum háskólamönnum. Áhrif hennar
skýra – ímynda ég mér nú, þótt ég muni það ekki gjörla – hvers vegna
við sem ung vorum á sjöunda tug síðustu aldar tókum ekki hugmyndir
Helga alvarlega. Þó er endursköpun hans á kvæðinu að mörgu leyti
glæsileg, og hann er sjálfum sér samkvæmur í vinnubrögðum.
Svo skemmtileg sem líkingin um skrautkerið er, held ég að hún henti
ekki vel til að varpa ljósi á sögu Völuspár. Ég dreg í efa að kerið hafi
nokkurn tíma dottið á gólfið og brotnað í mola. Miklu frekar held ég að
það hafi máðst nokkuð við notkun, brotnað hafi upp úr því hér og þar,
og síðan hafi einhverju verið bætt í sum skörðin. M.ö.o., ég held að
kvæðið hafi þróast og breyst á manna vörum, en aldrei glatað einstakl-
ingseðli sínu frá því að það var sett saman sem saga heimsins í hnot-
skurn. Ef skoðun mín er rétt hefur hver kynslóð sem tileinkaði sér
kvæðið og skilaði því áfram til þeirrar næstu, skilið það sem heild en