Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 122
L e i k l i s t
122 TMM 2007 · 1
Spurningar um af hverju þetta var gert svona eða hinsegin á meðan á æfing-
um stóð voru ekki alltaf í takt við flæðið sem Giorgos vildi skapa. Lykilorðið
var að treysta leikstjóranum og sleppa fram af sér beislinu upp að vissu marki.
Ekki ósvipað sambandinu milli Díonýsosar og áhangenda hans. Giorgos lét
takmarkað magn af upplýsingum af hendi til leikara og dansara, en þeir Tha-
nos Vovolis, sem sá um leikmynd, búninga, grímur og gervi, vissu fyrirfram
hvernig þeir vildu hafa sýninguna. Smám saman voru leikurum veittar upplýs-
ingar um persónur, kringumstæður og markmið með verkinu. Þannig reyndi
Giorgos að skapa stemningu sem beint eða óbeint á að höfða til undirmeðvit-
undar og skynfæra áhorfenda. Svipaða sögu má segja um nálgun Ernu Ómars-
dóttur danshöfundar og Atla Ingólfssonar tónskálds. Framan af er tónlistin til
að mynda gjarnan í takttegundum sem eru okkur Íslendingum framandlegar,
en þegar líður á sýninguna fær hún á sig vestrænni svip. Þannig þokast verkið
nær okkur í tíma og rúmi.
Íslenskt leikhús er grundvallað á bókmenntalegri hefð, þar sem texti og
söguþráður eru í öndvegi. Kristján Árnason gerði nýja þýðingu á Bakkynjum
og byggir hana á forngríska textanum í því að hafa ekki rím en styðst við
nýgríska útgáfu. Efnislega er ekki stór munur á þessum tveimur textum. Þó eru
í nýgríska textanum örfáar senur sem hafa fundist á síðari öldum og snúa
aðallega að Agövu og því hvernig hún syrgir son sinn.
Að mörgu leyti snýr nútímaleg uppfærsla Þjóðleikhússins á Bakkynjum
íslenskri leikhúshefð á höfuðið. Á vissum tímapunktum eru orðaskil bakkynja
látin heyrast illa. Þetta er ákveðið stílbragð þar sem skýr framburður er látinn
víkja fyrir öðru afli, í þessu tilfelli þjáningu eða alsælu. Þá er uppfærslan í anda
hugtakaleikhússins, ekki textaleikhússins. Þar er reynt að höfða til skilningar-
vitanna fyrst og fremst því „harmleikurinn er ekki endilega rökrænn,“ eins og
leikstjóri skrifar í leikskrá. Okkur eru sýnd hugtök, andstæður og symmetríur
sem minna okkur á sammannlega reynslu sem er ætlað að orka á undirmeðvit-
und okkar og skilja okkur eftir með spurningar frekar en svör. En fyrirfram
væntingar til leikhússins eru mikilvægur þáttur í upplifun hvers og eins. Við
erum vön að beita rökhugsun í okkar daglega lífi og íslensku leikhúsi og það er
hægara sagt en gert að leggja hana til hliðar eina kvöldstund.
Sigurður A. Magnússon hefur sagt að tragedían sé það listform sem best
„tjáir og túlkar örlög mannsins og aðstæður, kjarna þess að vera mennskur og
lifa í félagslegu samhengi.“ Tragedían byggir á því að áhorfendur geri sér grein
fyrir að hlutverk þeirra sé mjög mikilvægt, „ef ekki mikilvægara hlutverkum
leikenda á sviðinu,“ skrifar Sigurður. „Hér er um að ræða grundvallaratriði í
allri umræðu um gildi hinnar fornu tragedíu fyrir nútímann, þareð leikhús-
gestur tuttugustu aldar er ekki ævinlega til þess búinn að bregðast við frýj-
unum og opinberunum tragedíunnar sökum þekkingarskorts á baksviði henn-
ar og innbyggðum eigindum, jafnvel þó hann láti hrærast eða hrífast af því sem
fyrir hann ber á leiksviðinu.“5 Það má ef til vill líkja þessu við óperu, þar sem
allur texti er sunginn og fáum dettur í hug að sjá óperu án þess að kynna sér
söguþráðinn fyrst.