Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 79
B ó k m e n n t i r
TMM 2007 · 1 79
Íslensk leiklistarsaga og leikhússaga er ekki nógsamlega skrifuð, þótt vísar
séu komnir. En það má ekki heldur gleyma því að Ísland er meira en atvinnu-
leikhúsin í Reykjavík (og Akureyri á hátíðastundum). Gríma er reyndar nefnd
en aldrei útskýrð. Manni dettur jafnvel í hug að aðstandendur hennar séu
personae non gratae. Nöfnin Þorvarður Helgason og Vigdís Finnbogadóttir
koma ekki fyrir í ÍB. Þegar ég var ungur maður í Reykjavík var Gríma það leik-
hús sem lífsandinn bjó í. En þá var líka tilraunaleikhús á Ísafirði, það var klass-
ískt leikhús bæði á Akureyri og Húsavík (sem voru einmitt staðir sem ég þekkti
ofurlítið til). Það var verið að gera tilraunir hingað og þangað.
Samband menntaðra leikara og höfunda skiptir vitanlega miklu máli. Þegar
ég horfði í fyrsta sinn á hinn danska Matador rann allt í einu upp fyrir mér að
eldri kynslóð leikara þar var á aldur við Harald Björnsson. Ég átti þess kost að
nefna þetta við son Haralds, Jón (arkitekt og tannlækni) og sagði: Mér fannst
ég vera að horfa á pabba þinn. Það er rétt, sagði Jón, þetta eru skólasystkin
hans! Þegar Baldvin Halldórsson var að segja okkur, nemendum hans í les-
hring í MR, frá Joan Littlewood og Oh, what a lovely War, var maður allt í einu
staddur í heimsmenningunni sjálfri.
Þeir sem ekki var boðið
Ég held ég muni rétt að Árni Bergmann hafi skrifað, eftir að fyrstu tvö bindin
af ÍB voru komin, á þá leið að þetta væri bókmenntasagan sem allir ætluðu að
vera glaðir yfir þangað til kæmi að samtímanum. Þá yrði allt vitlaust.
Fræg er myndin af Einari Benediktssyni ráfandi kringum veislusalina á
Þingvöllum, þegar höfuðskáldi Íslendinga var ekki boðið til veislunnar árið
1930. Fyrst sú stefna var mörkuð að bjóða til dúfnaveislu verða höfundar ÍB að
sæta því, eins og aðrir sem skrifa um samtímann, að spurt sé: Hverjum var ekki
boðið?
Það er svo þægilegt fyrir mig að skoða tiltekna lista að ég leyfi mér það. Ég
bað ritstjóra mína að taka saman hverjir hefðu fengið helstu bókmenntaverð-
laun þegar ég skrifaði Sögur, ljóð og líf. Því miður láðist mér og þeim að skrá
hverjir hefðu verið tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en
athugun á netinu sýnir að næstum allir eru nefndir í ÍB.
Nú er það augljóst mál að bókmenntaverðlaun segja ekkert nema að einmitt
þetta árið eða svo hafi einhverjir tekið eftir þeim sem verðlaunin hlýtur. En
samt eru þau ofurlítil vísbending um umræðuna einmitt þá. Þess vegna hefði
verið skynsamlegt af ritstjóra að skoða málið og spyrja höfunda bókmennta-
sögunnar hvers vegna val þeirra hefði orðið sem raun ber vitni.
Af þeim sem fengu bókmenntaviðurkenningar Ríkisútvarpsins 1956–1997 eru
eftirtaldir ekki nefndir í ÍB: Guðmundur Frímann, Guðmundur Ingi Kristjáns-
son, Stefán Júlíusson, Björn Blöndal, Óskar Aðalsteinn, Björn Bjarman, Gunnar
Dal (sem að vísu er sagður þekkt skáld í rastagrein í V:83), Helgi Sæmundsson,
Þorsteinn Antonsson og Heiðrekur Guðmundsson (sem reyndar er nefndur í
rastagrein um ættfræði í III:719 en með röngu blaðsíðutali í nafnaskrá).