Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 14
D i c k R i n g l e r
14 TMM 2007 · 1
Páll Melsteð sagnfræðingur, skólabróðir Jónasar á Bessastöðum, segir í
endurminningum sínum: „Mér þótti merkilegt flest af því sem Jónas
sagði; hann fann að öllu sem var ljótt og ósatt og hálfsatt; hann vakti
eftirtekt mína og kenndi mér að taka ekki allt trúanlegt sem talað
var …“1 Tarna var gott ráð. Jónas lagði mat á það sem hann heyrði og sá.
Hann lét aldrei neitt frá sér fara sem hann þurfti að skammast sín fyrir
af því það var ómerkilegt, illa gert eða heimskulegt. Mikið af ljóðagerð
heimsins er ómerkilegt, illa gert eða heimskulegt. Jónas hafði til að bera
þennan listræna heiðarleika, hann var sanngjarn og einlægur. Þess
vegna tala ljóð hans beint við lesandann – jafnvel enn í dag.“
Eins og að hleypa upp suðu á konjaki
Þú varst mjög kúl þegar þú nefndir ritdóm Roberts Cook í Skírni áðan.
Hvernig leið þér þegar þú last hann fyrst?
„Well,“ segir Dick, síðan kemur löng þögn.
„Ég las hann fyrst í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18,“
segir hann svo, „greip tímaritið úr hillunni og las hann á staðnum. Mér
brá ansi mikið í brún. Allir rithöfundar vilja láta hrósa sér fyrir verk sín.
Og mér fannst vera mikið last í þessari grein. En þegar ég kom heim til
Bandaríkjanna náði ég í tímaritið á bókasafnið og las ritdóminn aftur
og þá áttaði ég mig á ýmsu. Eitt var að Cook segir ýmislegt gott um bók-
ina, en aðallega áttaði ég mig á því að munurinn á skoðunum okkar er
einfaldlega hinn aldagamli ágreiningur um ljóðaþýðingar: Hvort maður
á að endurskapa formeinkenni frumkvæðanna – og það er virkilega
endursköpun – þó maður viti hvað það er erfitt, eða ekki. Mér var ljóst
frá byrjun þessa verkefnis að það væri alveg sama hvað ég gæfi því lang-
an tíma og hvað ég vandaði mig, mér myndi mistakast. Af því það er
hreinlega óvinnandi. Það er ekki hægt að flytja texta úr einu tungumáli
í annað með fullkomnum árangri. Maður getur bara reynt. Og mér
fannst að ég sýndi Jónasi mesta virðingu með því að reyna. Mér fannst
líka að ég yrði að komast eins nærri upprunalegri merkingu textans og
ég gæti af því til þess er ætlast af þýðendum. Og upprunalegu formi þó
að Jónas svíkist um það sjálfur þegar hann þýðir. Bragarhættinum í
„Alheimsvíðáttunni“ eftir Schiller breytir hann til dæmis fullkomlega
– þýðir kvæðið undir fornyrðislagi. Slíkt fannst mér ég ekki hafa leyfi til
að gera; ég fylgi alltaf byggingu frumtextans. Honum finnst hann ekki
þurfa að þýða mjög nákvæmlega, hann bætir við erindi eða fellir burt
erindi. Hann tekur sér frelsi. En staða hans var allt önnur en mín. Hann
var að skapa nýtt ljóðmál og ljóðform handa Íslendingum og íslenskum