Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 78
B ó k m e n n t i r
78 TMM 2007 · 1
menn eins og Harry Martinsson, Ivar Lo-Johansson og Eyvind Johnson, lögðu
margt af mörkum og af nútímaskáldum gnæfir Torgny Lindgren hátt yfir sveit
í þessu efni og segir sögur sem engin leið er að vita hvort eru hrein fantasía eða
norðlenskar arfsagnir.
Magnús gefur góða skilgreiningu á viðfangsefni sínu og er til fyrirmyndar í
að skýra „nokkur hugtök sem koma fyrir í kaflanum“ (IV:309). Hefðu betur
fleiri farið að því dæmi. Yfirlit hans er síðan mjög skýrt og greinargott.
Magnús tengir frásagnarhefðina við fornsögur og gerir það sannfærandi, en
hann vekur líka skemmtilega athygli á þætti blaðamanna í þjóðlegu hefðinni.
Og þar er reyndar þáttur sem ennþá liggur utan bókmenntasöguritunarinnar
en hlýtur einhvern tíma að koma inn: blaðamennska og útvarpsmennska.
Hlutur Ríkisútvarpsins í íslenskri menningarsögu er óskrifaður þótt maklega
sé vikið að útvarpsleikhúsinu í ÍB. Ólafur Jónsson bókmenntafræðingur vakti
einhverju sinni athygli mína á þeirri staðreynd að flestöll útvarpserindi á sjö-
unda og áttunda áratugnum gátu komið óbreytt sem ritgerðir í Andvara eða
Skírni. Það hafði sem sagt ekki mótast neinn sérstíll útvarpserinda, þau voru
upplesnar greinar. Þetta merkti m.ö.o. að útvarpsstíllinn var ritmálsstíll og er
fróðlegt mál og merkilegt.
Leikjatal
Með ágætum rökum og rétti setti Árni Ibsen ofaní við mig eftir að út var komin
síðasta námsbók mín, Sögur, ljóð og líf (1998) og þótti heldur snautlega farið með
íslenska leikritasögu þar. Það er þess vegna með ákveðinni Þórðargleði sem ég
horfi á hann engjast yfir þessu efni á tímabilinu frá 1918 til 1973. Því auðvitað
lendir hann í þeim erfiðleikum sem ég vék mér að sumu leyti hjá.
Sviðsetning verkanna er að sjálfsögðu svo mikilvægur partur af merkingu
þeirra að án hennar verður umfjöllun meira eða minna loftverk. Svo dæmi sé
tekið þá varð það sumpart allt annað verk sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1962
og hét Strompleikurinn en hitt, sem Leikfélag Akureyrar sýndi svosem fimm-
tán árum síðar undir sama nafni og eftir sama höfund. Mér þótti María
Kristjánsdóttir hafa fundið allt annað verk innan í texta Halldórs Kiljans en
hinn fyrri leikstjóri (sem Árni Ibsen nefnir reyndar ekki). Þegar ég skrifaði bók
handa íslenskum menntaskólanemum fannst mér þeim væri lítill greiði gerður
með því að endursegja þeim leikritatexta. Þeir yrðu að fá að glíma við það sem
væri á fjölum hverju sinni, og það er ekki það sama í Reykjavík, á Ísafirði,
Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Neskaupstað, Höfn og Selfossi,
svo við látum nú Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og hin fjarlægu úthverfi
Akranes og Borgarnes verða parta af Stór-Reykjavík.
Það verður reyndar enn mikilvægara þegar rætt er um leikhúsið og texta
þess en aðra texta að flétta inn þýddum leikritum. Þetta gera þeir félagar, Árni
og Magnús Þór, dálítið en samt minna en ég hefði kosið og draga ekki ályktanir
af því sem gerðist. Það er gott að minnast á Pirandello, en getur verið að það sé
rétt hjá mér að Dario Fo sé ekki nefndur?