Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 101
Tó n l i s t
TMM 2007 · 1 101
klassísks söngs á Íslandi er fáránlega lítill og má segja að það hafi hvergi komið
betur fram en á síðustu tónleikum ársins sem ég fór á, í Hjallakirkju daginn
fyrir áramót. Hrafnhildur Björnsdóttir söng þar ásamt Martyn Parkes og eftir
upphafsatriði tónleikanna tilkynnti söngkonan að efnisskráin væri einskonar
ferðalag umhverfis jörðina á 45 mínútum. Jú, vissulega var þarna tónlist eftir
frönsk, þýsk, amerísk, íslensk og ítölsk tónskáld – en ekkert meira en það. Hvar
var rússneskur ljóðasöngur? Eða tónlist frá Spáni, Suður-Ameríku, Asíu eða
Ástralíu? Staðreyndin er sú að það er til ótrúlega mikið af sunginni tónlist, og
maður heyrir bara brot af þessu á tónleikum hérlendis. Í rauninni eru íslensk-
ir söngvarar – með einstaka undantekningum – alltaf að syngja sömu lögin.
Þetta er ástæðan fyrir því að ég þreytist seint á að lofa geisladiskinn með
Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran, þeirri sömu og lék eitt aðalhlutverkið í
óperu Karólínu. Á diskinum eru lög eftir konur, bæði úr svokölluðum hámenn-
ingargeira íslenskrar nútímatónlistar og dægurlagaheiminum. Öll lögin eru
útsett fyrir ljóðasöng; tónlist úr lágmenningargeiranum er sett í búning
hámenningarinnar og er útkoman sú að mörkin á milli heimanna tveggja fyr-
irfinnast varla. Á diskinum er t.d. frábært lag eftir Björk sem gaman væri að
heyra fleiri söngkonur spreyta sig á. Afhverju heyrir maður aldrei þetta lag,
eða lögin eftir Möggu Stínu og Röggu Gísla á ljóðatónleikum hérlendis?
Geisladiskur sem Ásgerður gaf út núna fyrir jólin með lögum eftir Magnús
Blöndal var líka athyglisverður; vonandi eiga aðrir söngvarar eftir að taka við
sér og koma með eitthvað virkilega frumlegt á tónleikum sínum.
Mikilvægt er þó að vandað sé til verka. Ef það er ekki gert er betur heima
setið en af stað farið. Áður en íslenskir söngvarar rjúka upp til handa og fóta
og fara að syngja músík eftir Björk á tónleikum í Salnum í Kópavogi, verður að
hafa í huga að það er ekki sama í hvernig búningi tónlist hennar er. Skemmst
er að minnast afmælistónleika Karlakórsins Fóstbræðra nýverið, en þar var
einmitt flutt lag eftir Björk, „Army of Me“. Þótt tónleikarnir í heild hafi verið
prýðilegir, misheppnaðist þetta lag gersamlega. Eitt af því sem einkennir tón-
list Bjarkar er hinn heillandi hljóðheimur sem hún býr til með frumlegu sam-
spili mismunandi hljóðfæra og radda, en þarna heyrði maður bara músík sem
var eins og hvert annað popplag. Skrumskælt þar að auki.
Þrátt fyrir ýmsa agnúa gerðist margt skemmtilegt í tónlistarlífinu á árinu.
Ég fór á fjölda tónleika sem voru frábærir og það er alveg á hreinu að hér starf-
ar tónlistarfólk á heimsmælikvarða. En þótt einhver spili sónötu eftir Beet-
hoven undursamlega vel sætir það ekki endilega sérstökum tíðindum. Miklu
athyglisverðara er þegar eitthvað nýtt kemur fram á sjónarsviðið eða ef ein-
hverjum tekst að dýpka skilning manns á tilteknu fyrirbæri innan tónlist-
arheimsins. Ef það hættir að gerast er ekki bara óperan dauð, heldur endar
allur heimur klassískrar tónlistar. Og hver vill það?
1 Sjá http://www.artsjournal.com/sandow/archives20050101.shtml.