Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 63
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 1 63
sem kalla mætti svo virðulegu nafni, bara nærföt og nekt. Það eina sem bruðl-
að var með var leikhúsblóð! En leikurinn var frábær, einkum Constanze Bec-
ker í hlutverki Klítemnestru.
Mesta ævintýrið af öllum var þó að heimsækja hina fornfrægu Aðmírálshöll
við Friedrichstrasse í Miðbæ Berlínar (Mitte) sem nú er að hluta í eigu Íslend-
inga. Helgi Björnsson leikari og söngvari keypti með öðrum þetta gímald (að
flatarmáli nærri því eins stórt og Kringlan) árið 2003 fyrir slikk en gegn því að
endurgera það allt fyrir margfalt kaupverð. Sambyggðu húsin þrjú, eitt við göt-
una, annað á bak við og þriðja tengihús milli þeirra, í sínum flotta art deco stíl
höfðu þá verið tæmd af öllu nýtilegu vegna þess að það átti að rífa þau, þannig
að segja má að skelin tóm hafi verið eftir þegar félagarnir tóku við þeim.
Helgi leiddi okkur um húsin, sýndi myndir og sagði frá af smitandi áhuga og
framkvæmdagleði. Byggingin er tæplega aldargömul, reist 1911 í stað baðhúss
sem þar hafði staðið í um fjörutíu ár yfir náttúrulegri ölkeldu. Uppsprettan var
notuð í glæsiböð í nýja húsinu, dömubað og herrabað, og er meiningin á næst-
unni að herma eftir því og útbúa heilsulind á efstu hæðinni. Jafnvel gá hvort
eitthvað er eftir af heilnæmu vatni í lindinni fornu.
Stærsti salurinn í Admiralspalast var í upphafi skautahöll en áratug seinna
breytt í leikhús sem sérhæfði sig í revíum. 1939 lét Göbbels endurnýja innvið-
ina, og meðal annars var komið fyrir stórri stúku fyrir miðju handa foringj-
anum með bakherbergi og sér klósetti. Má nærri geta að þarna hafa verið
haldnir markverðir fundir. En stúkan er nú varla svipur hjá sjón því skrautleg-
asti hluti hennar mun hafa ratað til Íslands í fyrra þótt fátt hafi spurst til henn-
ar síðan. Eftir stríð varð höllin aðsetur þýsku ríkisóperunnar um tíma, síðan
tóku aðrir aðilar við hver af öðrum, og þar urðu ýmsir sögulegir viðburðir á
næstu árum og áratugum. Húsið gekk smám saman úr sér og 1997 var því
lokað. En 1999 hófst átak til verndar og endurreisnar Admiralspalast sem bar
ofangreindan árangur. Nú þegar er stóra sviðið komið í fullan gang með sín
1760 sæti, kabarettinn Die Distel leikur í sal í framhúsinu sem aldrei var lokað,
en auk þessa eru tveir salir komnir vel á veg sem taka 200 og 400 manns í sæti,
Admiralspalast Studio og Admiralspalast Foyer 101. Til stendur á næstunni að
opna kaffihús – Admiralspalast Grand Café – Admiralspalast Club í kjallaran-
um og heilsulindina áðurnefndu uppi á efstu hæðinni. Auk salanna eru fram-
salir og anddyri engin smásmíði og yfirdrifið rúm fyrir veisluhöld af öllu
hugsanlegu tagi. Heill heimur út af fyrir sig.
Við hlustuðum á japanska trommuleikarahópinn TAO í stóra salnum í
Aðmírálshöllinni, og fyrir utan skemmtunina fundum við til einkennilegrar
gleði að sitja í þessu húsi. Mér dettur ekkert í hug til að skýra þá ánægju annað
en eignagleði, þó ekkert eigi ég persónulega í þessu húsi! Gáið að dagskránni í
Höllinni áður en þið farið til Berlínar: www.admiralspalast.de/.