Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 29
A ð pa s s a p o k a
TMM 2007 · 1 29
alltaf til í að halda á sprengju fyrir hryðjuverkamann – jibbíi. Ég hugsaði
þetta samt ekki fyrr en svolitlu síðar og þá var röddin í huganum mjó-
róma og ég fíflaleg í framan.
Taskan var útsaumaður svartur bómullarpoki með rennilás. Rauður,
gulur, blár og grænn útsaumur. Eiginlega útprjónaður því garnið var
þykkt og minnti mig á vaxliti, eins og garnið sem við notuðum í hand-
mennt í grunnskóla.
„Ég kem aftur eftir smá stund“, sagði hann. Ég horfði á eftir honum
út biðsalinn þangað til hann hvarf úr augsýn og ég gerði mér grein fyrir
að ég var ennþá brosandi. Einsog hann hefði smurt sínu brosi yfir á mig
og arkað svo í burtu í skyrtunni sinni.
„Og hvernig leit hann út?“ spyr samstarfskona mín. Ég er að segja
henni að ég hafi passað poka fyrir hugsanlegan hryðjuverkamann á
flugvellinum í Harare.
„Hver?“
„Nú, hryðjuverkamaðurinn!“
„Hann var svartur, brosmildur, í Hawai-skyrtu. Ég man ekki meir.“
Ég sest með aðra rasskinnina á skrifborðið hennar og ríf kassakvittun í
agnarsmáa snepla.
„Hawai-skyrtu?“
„Jamm. Hann var mjög glaðlegur.“
„Fríkað,“ segir hún.
„Já, soldið fríkað.“ Ég stend upp og geng í áttina að skrifborðinu
mínu.
Hún kallar á eftir mér: „Og hvað sagðirðu við hann?“
„Ég sagði honum að uppáhaldsliturinn minn væri blár.“
Í huganum hverf ég aftur á flugvöllinn í Harare. Ég sit í biðsalnum og
stari beint af augum inn um gluggann á minjagripaverslun. Hann er
nýfarinn niður stigann og ég er hætt að brosa eins og fífl. Verslunin var
inni í einskonar glerskála í flughöfninni, minjagripunum var raðað í
hillur og stærri munir voru á gólfinu. Meira og minna sömu hlutir og ég
skoðaði á hannyrðamarkaðinum í útjaðri Harare. Sömu hlutir, bara
miklu dýrari. Þar keypti ég grænan og appelsínugulan gíraffa úr mjúk-
um viði, átta rándýr og skordýr úr litaperlum. Dæmigerðir minjagripir
frá Simbabve, allskyns dýr búin til úr vír og gagnsæjum litaperlum. The
big five og skordýrin. Fíll, nashyrningur, ljón, hlébarði og vísundur.
Simbabvebúar eru listrænir. Þeir búa til eftirlíkingar úr perlum af fleiri