Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 58
L u b b i k l e t t a s k á l d
58 TMM 2007 · 1
Hvar er sólin um nætur?
Sólin fer ekkert á nóttunni heldur snýst jörðin í kringum sólina og
um leið í kringum sjálfa sig og því skín sólarljósið á mismunandi
svæði jarðarinnar á mismunandi tímum, því er til dæmis hánótt á
Íslandi á meðan það er dagur í Vladivostok.
Því er sykurinn sætur?
Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að
hafa um þessa hluti. Ef flett er upp á orðinu sætur í orðabók kemur
fram að sætur merkir einfaldlega „með sykurbragði, með sykri í“.
Orðið sætur er því einfaldlega orð sem mennirnir hafa kosið að
nota til að nefna þennan eiginleika, því eitthvað verða hlutirnir að
heita.
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Þeir sem trúa ekki á Guð segja hann vera sköpun mannsins en
guðfræðingar segja eðli Guðs vera það að hann hafi alltaf verið til
og verði alltaf til, óbreyttur.
Hvar er heimsendir amma?
Heimsendir er ekki á ákveðnum stað heldur frekar á ákveðnum
tíma, en hvenær er ekki vitað nákvæmlega. Þó segja stjörnufræð-
ingar að eftir um 8 milljarða ára muni sólin gleypa jörðina en
hvort maðurinn verður búinn að eyða henni sjálfur fyrir þann
tíma leiðir tíminn einn í ljós.
Hvað er eilífðin mamma?
Eilífð er annað orð yfir óendanleika, endalausan tíma, eitthvað
sem mun aldrei taka enda. Oft er þetta notað yfir dauða manns,
hann er orðinn hluti af eilífðinni, mun ávallt vera dáinn. Oft notað
til að lýsa einhverju sem tók langan tíma, „það tók heila eilífð að
klífa fjallið.“
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en
ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli
karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli.