Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 88
B ó k m e n n t i r
88 TMM 2007 · 1
stigmagnast – sem virðist einnig lítið hreyfa við Jakobi, og þegar hann kemur
úr sinni Bjarmalandsför á rithöfundaþing í Noregi liggur Ásthildur bana-
leguna á Vífilsstöðum, dóttirin er komin í fóstur og fátt framundan hjá Jakobi
annað en sultur og niðurlæging á loftinu á Hjálpræðishernum.
Höfuðlausn er fyrstupersónufrásögn tveggja radda, Jakobs og Ásthildar. Í
fyrri hlutanum segir Jakob frá en í þeim síðari skiptast raddir þeirra Jakobs og
Ásthildar á. Það er töluverður munur á þessum tveimur frásögnum. Jakob
krítar liðugt, málar Rauðahafið rautt og drepur Dauðahafið og hnikar til sann-
leikanum eftir þörfum. Hann kynnist flestum sem vert er að kynnast í Reykja-
vík þessa tíma, verður tvísaga, ef ekki þrísaga á stundum og ímyndunaraflið
hleypur með hann út og suður. Þetta sést best í endurteknum frásögnum af
sömu atburðum í mismunandi útgáfum og einnig þegar Ásthildur tekur við
frásögninni. Rödd hennar er öll inn á við, hún segir frá fortíð sinni og komu til
Reykjavíkur án viðkomu í ,,Öldinni okkar“. Í frásögn hennar heyrast stundum
tvær raddir, önnur kemur til skila yfirlætislausri frásögninni en hin draum-
kenndum myndum þar sem hún liggur banaleguna á Vífilsstöðum. Hjá Ást-
hildi fær lesandinn allt aðra mynd af vegtyllum Jakobs og grunur vaknar um
að hann sé ekki alls staðar jafn vel liðinn og hann sjálfur lætur í veðri vaka.
Frásögn Jakobs af komu kvikmyndaliðsins í ágúst 1919 byggir á samtíma-
heimildum. Við lestur Morgunblaðsins frá þessum tíma sést að Ólafur hefur
skrifað frásögn Jakobs ofan í texta blaðsins og gætir þess að sleppa fáu. Þetta
verður til þess að lýsingarnar af kvikmyndatökunni verða á stundum helst til
tilgerðarlegar, formlegar og of mikið í anda Morgunblaðsins frá árinu 1919.
Ólafur lætur Jakob vera kunnugan Árna Óla, blaðamanninum sem fylgdi
hópnum eftir á hinu raunverulega ferðalagi, en í skáldsögunni forfallast Árni
og Jakob tekur við pistlaskrifunum. Pistillinn sem Jakob skrifar frá Keldum,
þar sem hann gerir óhapp sitt að óhappi helsta keppinautar síns, tónar afskap-
lega vel við hina raunverulegu pistla Árna. Það fer ekki á milli mála að þetta
hefur verið hin mesta ævintýraferð og á stundum heilmikið þrekvirki. (Mbl.
ágúst/september 1919) Ferðasagan öll, hópurinn og áhrif hans á íslenskt sam-
félag væri í sjálfu sér merkilegt rannsóknarefni.
Jakob er sjálfhælinn sögumaður. Hann er allstaðar og þekkir alla sem skipta
máli, getur allt og bjargar öllu sem bjargað verður, leikmynd sem er að fjúka,
hestum sem fælast. Hann er ráðagóður með afbrigðum, kvennaljómi og skáld.
Eða hvað? Jakob fer smátt og smátt í allar fínustu taugar lesandans og samúðin
sem erfið æska og lánleysi hans vakti með lesandanum gufar upp. Örlítil við-
kynning við þekktan mann verður í meðförum Jakobs að góðum kynnum og
lesandinn spyr sig hvort Jakob hafi nokkuð þekkt Þorstein Erlingsson, Gunnar
Gunnarsson og Mugg eitthvað að ráði.
Af Gunnari Gunnarssyni er dregin sérkennileg mynd í Höfuðlausn. Hann
verður eins og endalausar portrettmyndir af sjálfum sér. Hann sest í aftursæt-
ið á bílnum hans Jakobs en ekki í framsætið og segir við hann í eins konar
véfréttarstíl: ,,Því þó maður kaupi sér vagn, þá er engan veginn þar með sagt að
björninn sé unninn. Þá er eftir að læra að fara með hann.“ (41) En til einlægra