Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 112
112 TMM 2007 · 1
mörg ár eftir að hann var búinn að lýsa því yfir að hann væri hættur að gera
myndlist, vann að verki sem enginn vissi að var til fyrr en hann var allur.
Framboð og eftirspurn
Ég er ekki að reyna að vera vond við myndlistarmenn. Ég er aðdáandi mynd-
listarmanna sem sýna oft alveg ótrúlega þrautseigju í fjandsamlegu umhverfi
og fást sumir við að gera frábæra hluti sem alltof fáir veita eftirtekt. Það er í
raun undarleg iðja að fást við myndlist og reyndar listir almennt og segjast vera
listamaður, því staðreyndin er sú að enginn biður neinn beinlínis um að gerast
listamaður eða hvetur hann til þess. Ástæðan er sú að það er engin sérstök eft-
irspurn þannig lagað eftir list. Ekki á sama hátt allavega og það er eftirspurn
eftir sokkum og farsímum. Ungt fólk sem segist ætla að læra viðskiptafræði í
háskólum landsins gerir það gjarnan í trausti þess að það fái vinnu að námi
loknu og öruggar tekjur og flestir myndu segja að viðkomandi hafi valið skyn-
samlega. Sami hvati liggur ekki að baki umsókn um nám í listgreinum og
engum dettur í hug að kalla slíkt skynsemi. Þá eru örugglega fáir sem segja:
„Ég ætla að sækja um í myndlistardeild Listaháskóla Íslands af því það er svo
mikil eftirspurn eftir myndlistarmönnum hjá íslenskum galleríum og kaup-
endur listaverka bíða spenntir eftir því að nýr myndlistarmaður stígi fram á
sjónarsviðið með ný og spennandi verk, tilbúnir að fjárfesta. Ég sé því fram á
örugga framtíð við að skapa verk sem Íslendingar eru æstir í að eignast. Auk
þess sem ég mun taka þátt í því að skapa menningarverðmæti framtíðarinnar
en það gefur starfi mínu aukið gildi.“ Þannig er það ekki. Samt finnst ungu
fólki alveg þokkalega eftirsóknarvert að komast í listaháskóla og verða lista-
menn, jafnvel myndlistarmenn.
Ástæðan fyrir því að það þykir samt eftirsóknarvert að komast í listaskóla er
sú að listamaðurinn er í okkar þjóðfélagi þar sem allt gengur út á að vera frjáls
og óháður holdgervingur frelsisins. Hann er einnig holdgervingur þeirrar
löngunar sem býr í hverjum og einum að fá að vera sá sem hann er og tjá það.
Listamaðurinn er fyrirmynd hins skapandi og frjálsa einstaklings sem okkur
er sagt að við eigum öll að fá að vera, því með því að vera skapandi á hvaða sviði
sem við höfum kosið okkur að fást við erum við að fullu við sjálf. Eða er hug-
myndafræðin ekki einhvernveginn þannig? Það er því ekki víst að listamað-
urinn fái að njóta sérstöðu sinnar miklu lengur, sérstaklega ekki þar sem lítil
eftirspurn er eftir verkum hans, að minnsta kosti ef viðkomandi er myndlistar-
maður á Íslandi. Hinn skapandi einstaklingur ætti því ekki lengur að þurfa að
leggja á sig hið ómælda erfiði sem fylgir því að vera listamaður. Sá sem er skap-
andi á sínu sviði, er oft einnig talinn vera „listamaður“ í sínu fagi þótt enn sem
komið er séu það aðeins listamenn sem fást við að skapa verk, sem hafa engan
tilgang annan en að vera þau sjálf, sem eru titlaður listamenn. Í grófum drátt-
um er munurinn á sköpun sem list og sköpun sem er eitthvað annað sá að
listin er aðeins hún sjálf og hefur engan annan tilgang en sjálfa sig á meðan
M y n d l i s t