Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 100
100 TMM 2007 · 1
nútímaóperu, Skuggaleik eftir Karólínu Eiríksdóttur, sem var frumsýnd seint á
árinu. Óperan er byggð á sögu eftir H.C. Andersen, og fjallar um rithöfund er
missir valdið á skugganum sínum. Skugginn býr yfir sjálfstæðu lífi í óperunni,
en aðrar „yfirskilvitlegar“ persónur eru skáldagyðjan og skuggahlið hennar,
prinsessan. Nú er ekki pláss hér til að fara náið út í þessi tákn og ég vil fyrir alla
muni forðast að koma með einhverjar einfaldar útskýringar í draumaráðning-
arbókarstíl. Það má þó koma fram hér að sálfræðingurinn Carl Jung áleit að
svona tákn, eða frummyndir, ættu sér samastað mjög djúpt í undirmeðvitund-
inni, á svæði sem allt mannkyn ætti sameiginlegt. Ég trúi að það sé rétt og mér
finnst það blasa við að ópera sem byggir á slíkum táknum hjálpi okkur að kom-
ast í samband við dýpri hliðar okkar.
Táknin sem komu við sögu í óperu Karólínu voru ekki bara einhverjar
fyndnar fígúrur, heldur sveipaðar ótrúlega sterkri áru. Í rauninni var einstakt
að upplifa þessa stemningu. Hún var undirstrikuð með óvenjulega áhrifamik-
illi sviðmynd og búningum Messíönu Tómasdóttur og sérlega krassandi texta
eftir Sjón. Ég er líka á því að tónlistin hafi verið mun betur heppnuð en ég gaf
í skyn í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið um sýninguna. Því miður erum
við gagnrýnendur ekki alltaf fullkomnir og það verður að segjast eins og er að
tónlist Karólínu er kannski viðkvæmari fyrir túlkun en mörg önnur. Þegar ég
heyrði frumflutning á tilteknu verki fyrir fiðlu eftir Karólínu fannst mér það
afar vond tónsmíð. Þegar ég heyrði verkið aftur nokkru síðar mun betur leikið
var eins og maður væri að hlusta á allt aðra tónlist. Góður flutningur getur
vissulega ekki bjargað lélegu verki, en slæmur flutningur getur svo sannarlega
eyðilegt góða tónlist.
Nú er ég alls ekki að segja að flutningur lítillar kammersveitar á tónlist
Karólínu hafi verið klaufalegur á frumsýningunni, en það gefur augaleið að
hljóðfæraleikur úr gryfjunni í Gamla bíói getur aldrei orðið mjög spennandi.
Þegar ég skrifaði umsögn um Toscu eftir Puccini fyrir tveimur árum líkti ég
því sem hljómaði úr gryfjunni við ferðaútvarp – og þar voru samt eins margir
hljóðfæraleikarar og hægt var að troða í þetta smáa rými. Hvað má þá segja um
tónlist sem er í höndum fámennrar kammersveitar við sömu aðstæður?
Ég vil taka fram að ég er ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði um
tónlist Karólínu – að hún væri hófstillt, nánast rislítil, sem væri bæði kostur og
galli. Hún skyggði ekki á magnað leikritið, en næði ekki að styðja við sögu-
þráðinn, og útkoman væri nokkuð flatneskjuleg á köflum. Ég er enn á þessari
skoðun, en það má deila um hvort þetta hafi verið Karólínu að kenna. Senni-
lega var það bannsett gryfjan og skortur á endurómun í Gamla bíói sem rændi
tónlist Karólínu mesta sjarmanum. Andstæðurnar sem ég kallaði eftir hefðu
örugglega komið mun betur fram í ríkulegri hljómburði.
Lítill heimur óperusöngvara
Hvað sem þessu líður getur maður ekki annað en fagnað því að verið sé að bæta
við heim óperusöngvara; stækka hann – ef svo má að orði komast. Heimur
Tó n l i s t