Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 69
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 1 69
Í Listasafninu á Akureyri standa yfir tvær sýningar til 4. mars, Les yeux de
l’ombre jaune (Augu Gula skuggans) á verkum Jóns Óskars og innsetning eftir
bandaríska listamanninn Adam Bateman sem ber heitið Tyrfingar. Í Gerð-
arsafni verður opnuð mjög um það leyti sem þetta hefti kemur út sýningin
Ljósmynd ársins 2006, hin árlega sýning blaðaljósmyndara. Hún stendur til 11.
mars.
Listahátíð í Reykjavík verður haldin 10.–26. maí og skreytir sig glæsilegum
nöfnum eins og komið hefur fram hér að framan. Stærsti viðburðurinn er
heimsókn San Francisco ballettsins, eins albesta klassíska dansflokks í heimi,
sem mun sýna verk eftir stjórnanda sinn, Helga Tómasson, í Borgarleikhúsinu
16.–20. maí. Ballettinn kom hingað til lands á Listahátíð menningarborgarárið
2000 og vakti gríðarlega hrifningu. Sýnd verða mörg glæsilegustu verk Helga,
m.a. Concerto Grosso, 7 for eight, Blue Rose og The Fifth Season, og ber sýn-
ingin einfaldlega nafnið Helgi. Dansflokkurinn hlaut hin virtu Laurence
Olivier-verðlaun í Bretlandi árið 2005 fyrir sum þessara verka, en hann sýndi
þau bæði á Edinborgarhátíðinni og í Sadler’s Wells leikhúsinu í London haust-
ið 2004.
Meðal stórviðburða á hátíðinni er einnig koma tveggja fremstu barítóna
heims, Dmitri Hvorostovsky og Bryn Terfel.
Meðal þess sem er á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á vormánuðum
ber fyrst að minna á að Gunnar Kvaran leikur sellókonsert eftir John Speight á
tónleikum 1. mars undir stjórn Lawrence Renes. Sif Tulinius leikur fiðlukons-
ert eftir Sofiu Gubaidulinu 22. mars undir stjórn Pietari Inkinen. Guðný Guð-
mundsdóttir leikur fiðlukonsert eftir Antonín Dvorák 20. apríl undir stjórn
Owain Arwell Hughes, og 31. maí verður flutt nýtt verk eftir Þórð Magnússon
sem ekki hefur fengið nafn þegar þetta er ritað, en Rumon Gamba stjórnar.
Lokatónleikarnir verða þegar sumarið er komið, 29. júní í Laugardalshöll. Þá
leikur hljómsveitin The Wall eftir Roger Waters. Frekari upplýsingar um tón-
leika á vormisseri eru á www.sinfonia.is.
Í Salnum í Kópavogi er að venju úrval tónleika í allan vetur. Meðal þess sem
framundan er má sérstaklega nefna söngtónleika Viðars Gunnarssonar og
Jónasar Ingimundarsonar 6. mars, Emiliönu Torrini og Skólakórs Kársness 5.
maí og píanótónleika Víkings Heiðars Ólafssonar 11. maí. Sjá nánar á www.
salurinn.is.