Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 115
TMM 2007 · 1 115
karla og kvenna og vann sérstaklega í fyrra verkinu með hefðbundin kynja-
hlutverk, það er konur í kjólum, karlar í buxum, karlar lyfta, konum er lyft.
Þetta norm var þó að einhverju leyti brotið í seinna verkinu, meðal annars í
ótrúlega fallegum dúett tveggja kvendansara. Dansverk byggð á danshreyf-
ingum og danssporum eru þau sem íslenskir áhorfendur eru vanastir; dans-
verk þar sem hreyfingin er í fyrirrúmi og líkamleg færni dansara nýtur sín.
Hið eina sanna dansleikhús
Hinn stórviðburður ársins var koma Pinu Bausch, móður dansleikhússins,
með flokkinn sinn Tanztheater Wuppertal í haust. Þess höfðu margir beðið í
fjölda ára. Pina Bausch skilgreinir dansstíl flokksins síns sem dansleikhús.
Hún vinnur nánast eingöngu með mjög tæknilega færum dönsurum en nýtir
sér ýmsar vinnuaðferðir leiklistarinnar til sköpunar. Einnig notar hún ýmis
meðul leiklistarinnar í verkum sínum eins og rödd, talaðan texta og skil-
greindar persónur. Bausch vinnur samt ekki með eiginlegan söguþráð heldur
skapar persónur og myndir sem minna á líf venjulegs fólks og ýmis þau mál
sem manneskjan þarf að fást við; búningar og svið eru nátengd daglegu lífi
fólks. Jafn fjöldi karl- og kvendansara var á sviðinu og kynjahlutverkin í verk-
inu voru hefðbundin. Í verkinu Água voru notaðar þekktar danshreyfingar og
dansspor, en þau voru ekki aðeins sótt í smiðju listdansins heldur einnig í
dansform eins og samkvæmisdansinn. Samkvæmisdansinn var einnig grund-
völlur dansverksins Lecuona hjá Grupo Corpo en í því samhengi var hann
táknrænn fyrir samskipti kynjanna og stílfærður til að tæknileg geta dans-
aranna nyti sín betur. Hjá Pinu Baush var samkvæmisdansinn liður í persónu-
sköpun verksins, leið til að sýna þætti úr lífi persónanna. Hversdagshreyfingar
voru einnig notaðar og ýttu þær og búningar og sviðsmynd enn frekar undir
persónusköpunina og raunveruleikatilfinningu verksins. Að því leyti minnti
Água mjög á leikverk, ekki síst þegar haft er í huga hversu mikilvægt hlutverk
raddar og texta er í sköpuninni. Það sem gerir þó Água eindregið að dansverki
er þáttur kóreógrafíunnar. Hún er grundvöllur alls þess sem gerðist á sviðinu
og gerir verkið að því sem það er. En það virðist loða við dansinn að um leið og
farnar eru nýjar leiðir í sköpun og þá kannski leitað til annarra listgreina þá
hættir dansinn að vera dans og verður dansleikhús, líkamlegt leikhús eða
gjörningur. Þó verkið Água hafi pólitískan undirtón er það fyrst og fremst
fallegt og skemmtilegt. Að því leyti líktist það verkum Grupo Corpo þó aðferð-
in við sköpun og framsetningu efnisins væri ólík.
Rannsóknarblaðamennska fram sett í dansi
Dansverkið Marlene Dietrich var í alla staði það óhefðbundnasta sem sást á
fjölum íslensku leikhúsanna síðastliðið ár. Sýningin var frumsýnd 2005 (og
ítarlega rædd í grein í 2. hefti TMM það ár) en tekin til endursýningar 2006 og
hreyfði vel við hugmyndum landans um hvað dans er. Verkið var ekki skil-
D a n s