Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 19
J ó n a s o g M a t t h í a s
TMM 2007 · 1 19
En er hann sat þarna bárust að eyrum hans undar-
leg hljóð. Hann heyrði andardrátt barnsins, hergný stormsins,
fimbulsöng fossins og bæn dýrlingsins. Og yfir hann rigndi
guðum og kotkörlum, sólkerfum og barnaskólum, biskupum
og gömlum Breiðfirðingum.
Jónas rankaði við sér hjá hásæti Braga og Matthías
stóð við hliðina á honum.
Þið þekkist víst ekki, sagði Bragi. Matthías Joch-
umsson – Jónas Hallgrímsson.
Gaman að sjá þig Jónas, sagði Matthías. Þú yrkir
bölvans vel.
Það gerir þú líka Guðjón, sagði Jónas.
Hvað segir strákurinn? spurði Matthías.
Það var skáldaleyfi, sagði Jónas. Þú ert ýmist
guð eða jón þegar þú yrkir. En þú ert alltaf Matthías og þess
vegna þykir mér jafn vænt um báða.
Jón Thoroddsen (1898–1924) er einkum þekktur fyrir ljóðabókina Flugur sem kom
út árið 1922 og þykir enn nýstárleg og óvenjulega skemmtileg. Tveim árum seinna
lést hann af slysförum í Kaupmannahöfn og varð ástvinum sínum harmdauði.
Ljóðið „Jónas og Matthías“ hefur ekki áður birst svo vitað sé; það var á lausum
blöðum inni í handskrifuðu eintaki af Flugum sem er áritað „Til mömmu frá Jóni“.
„Mamma“ var Theodora Thoroddsen skáldkona. Handritið erfði að líkindum
dóttir hennar og systir Jóns, Ragnhildur, en þaðan komst það í eigu sonarsonar
Ragnhildar, Magnúsar Pálma Skúlasonar lögfræðings, sem bauð Tímariti Máls og
menningar ljóðið til birtingar.
Örfáar breytingar hafa verið gerðar á ljóðinu í handritinu með annarri rithendi.
Orðið „bölvans“ kemur í staðinn fyrir „skrambi“ sem strikað er yfir og vísað niður
þar sem segir: „Jeg leyfi mjer að skipta hjer um orð. Þetta er breiðfirsk áherzla.
Gamli Matthías notaði hana opt. Mamma.“ Theodora hefur líka breytt lokalínu
ljóðsins; í handritinu stendur „held eg jafnt af þeim báðum“ sem strikað hefur
verið yfir og „þykir mér jafn vænt um báða“ sett í staðinn. SA