Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 126
L e i k l i s t
126 TMM 2007 · 1
sjá hann. Fyrst í gervi sendisveins síns í leðurjakka og hettupeysu og á öðrum
stað í appelsínugulum fangaklæðum sem minna á Guantanamo-fangabúðirn-
ar. Í byrjun leikritsins tekur Díonýsos á sig fas hins friðsæla, Jesú, Gandhi eða
Milarepa, og býður Penþeifi hinn vangann á móti ofbeldisfullum hroka hans.
Þetta snýst svo yfir í grimmd og lævísi í seinni hluta verksins.
Fljótandi mörk kynferðis og kynhneigðar eru líka áberandi í sýningunni þó
að skilaboðin séu ávallt þau að karlmaðurinn sé metinn mun meira en konan.
Díonýsos hefur kvenlega ásýnd, hann virðist höfða til Penþeifs kynferðislega
en við höfum engar efasemdir um kynferði hans og þar af leiðandi vald. Þegar
þjónar Penþeifs færa honum Díonýsos í böndum talar annar þeirra með
skrækri röddu og er augljóslega samkynhneigður. Á sviðinu sést hvernig
Díonýsos, sem stendur bakatil á milli þjónanna tveggja, veldur því með handa-
hreyfingu að þeir skipta samstundis bæði um rödd og látbragð. Fyrir tilstilli
guðsins ná þeir sér svo aftur á strik og halda áfram máli sínu.
Konurnar
Kúgun á konum er gagnrýnd í verkinu, í það minnsta er gagnrýnum spurn-
ingum velt upp um ágæti hennar. Evrípídes sýnir okkur hvernig konur verða
tákn samfélaga og þar af leiðandi vígvöllur karlmanna í baráttu þeirra um völd
og yfirráð. Ef til vill er ein sterkasta birtingarmynd þessa á síðari tímum sú
staðreynd að nauðganir hafa kerfisbundið verið notaðar sem tæki í stríðum, t.
d. í fyrrverandi Júgóslavíu og Rúanda. Fyrir utan að brjóta stórlega á réttindum
fórnarlambanna, verða líkamar kvenna að mikilvægum vettvangi til að grafa
undan valdi og samfélagsgerð óvinanna. Það að nauðga konum, smita þær af
HIV/alnæmi, ræna stúlkum og barna þær, niðurlægir eiginmenn, feður, bræð-
ur og frændur og grefur undan fjölskyldum, þjóðernishópum og samfélögum
í heild. – Undirliggjandi boðskapur er sá að ef þú missir stjórn á konunum,
hefurðu misst stjórn á fjölskyldunni, þjóðlegri einsleitni og samfélaginu.
Valdabaráttan milli Penþeifs konungs og Díonýsosar í leikritinu kristallast í
orðræðu þeirra um konur. Í fyrsta skipti sem Penþeifur kemur inn á sviðið seg-
ist hann hafa heyrt um innrás guðsins Díonýsosar og fjölyrðir um áhrifin sem
guðinn hefur á konurnar. Penþeifi finnst Díonýsos hafa grafið undan valda-
stöðu sinni með því að ná stjórn yfir kvenpeningnum. Og það sem honum
finnst jafnvel verra er að konurnar frá Þebuborg haga sér ósæmilega, þær
drekka vín, dansa og taka þátt í kynlífsathöfnum – „en þykjast vera að halda
heilög blót“. Skelfilega ókvenlegt að mati Penþeifs. Hann lýsir því yfir að hann
muni hefna sín með því að hneppa konurnar í ánauð eða selja þær um leið og
hann nái í hnakkadrambið á þeim.
Á hinn bóginn notar Díonýsos konurnar miskunnarlaust til að ná völdum
yfir Þebu og losa sig við Penþeif. Konurnar verða líka tæki hans til að ná fram
markmiðum sínum. Þetta á bæði við um fylgjendur hans, kórinn frá Asíu, og
konurnar frá Þebu. Díonýsos notar Agövu, kemur henni í annarlegt ástand og
lætur hana fremja versta glæp sem móðir getur framið.