Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 65
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 1 65
unni Miriam Makeba og frumflutningur óperunnar Skuggaleikur eftir Karól-
ínu Eiríksdóttur og Sjón – og reyndar líka flutningur Íslensku óperunnar á
Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart.
Eitt kraftaverk gerðist í bókaútgáfu á landinu: makalausar vinsældir og áhrif
Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason sem varð þriðja hæsta sölubók
ársins – á eftir uppskriftabók Hagkaupa og Konungsbók Arnaldar Indriðason-
ar. Hvað ætli margir séu búnir að tyggja þá tuggu hver út úr öðrum áratugum
saman að bókmenntirnar hafi engin áhrif lengur? Andri Snær sýndi að sé rit-
aður texti borinn fram af ástríðu, heiðarleika og ritsnilld þá eru ekki takmörk
fyrir áhrifum hans. Og það er engin tilviljun að ég nota einmitt þessi orð –
ástríða og heiðarleiki – það eru þau einkenni sem Dick Ringler telur í viðtalinu
hér að framan helstu ástæðu þess hvað Jónas Hallgrímsson hefur orðið lífseig-
ur og sívinsæll á Íslandi.
Mikið var rætt og ritað um bók Andra og miklu meira en opinbert varð, svo
víðtækar voru umræður um hana í heimahúsum, skólum og vinnustöðum.
Mun minni hávaði varð út af Íslensku bókmenntasögunni IV og V í haust, og
þótti þó mörgum nóg um. En það er fullkomlega eðlilegt að deilt sé um slíkt
verk, ekki síst um síðustu kaflana. Við erum nærsýn á samtímann og sjálfsagt
á eftir að bylta öllu sem sagt er þar um bókmenntir eftir 1970.
Á jólabókamarkaði urðu ljóðabækur óvænt áberandi, og ekki eingöngu
vegna þess hvað þær voru margar og margar bitastæðar. Mest tíðindi voru að
bók Hannesar Péturssonar, Fyrir kvölddyrum, fyrsta ljóðabók hans í þrettán ár
(MM). Sérkennilega hlý bók og kærleiksfull, en stundum vega glettnin og hlýj-
an salt við napurleika í athugasemdum um nútímann:
Sá friður sem við þráum
festir ekki rætur í heiminum.
Sviði úrræðaleysis smýgur
inn í smæstu bein okkar, því að
enn fossa tímarnir
fram af hvassri brún:
flyksur blóðs og vopna.
Aðrar bækur kunnra góðskálda voru Endurskyn Baldurs Óskarssonar (Orms-
tunga), Ég stytti mér leið framhjá dauðanum eftir Einar Má Guðmundsson
(MM), Frostfiðrildin eftir Lindu Vilhjálmsdóttur (MM), Jólaljóð Kristínar
Ómarsdóttur (Salka), Ljóðorkusvið Sigurðar Pálssonar (JPV), Loftskip Óskars
Árna Óskarssonar (Bjartur), Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk eftir
Véstein Lúðvíksson (Bjartur) og (M)orð og myndir eftir Sindra Freysson (JPV).
Meiri athygli vakti þó ljóðabók eftir lítt þekkt skáld sem fékk Bókmenntaverð-
laun Tómasar Guðmundssonar, Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn
og ást eftir Ingunni Snædal (Bjartur), skínandi skemmtileg bók og tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna ásamt bók Hannesar Péturssonar. Það var