Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 20
20 TMM 2007 · 1
Eggert Ásgeirsson
Fyrsti nútíma Íslendingurinn
Tómas Sæmundsson 200 ára í ár
Það gladdi mig er ritstjóri TMM bað mig minnast Tómasar Sæmundssonar hér
á síðum þessa góða rits á merku afmælisári hans og besta vinar hans Jónasar
Hallgrímssonar. Hún vissi að ég vildi halda minningu hans á loft. En hún vissi
ekki að ég væri alinn upp í húsinu þar sem Þórhildur langamma mín, dóttir
Tómasar, bjó lengi og þar til hún dó, sex árum áður en ég fæddist! Þar söfn-
uðust saman afkomendur Tómasar og Sigríðar og frændur. Í næsta húsi bjó
sonur hennar Jón biskup Helgason, ævisöguritari Tómasar, frumkvöðull þeirr-
ar bókmenntagreinar, sem gaf út bréf hans fyrir 100 árum. Þetta var umhverfi
frændrækni og frásagna af Tómasi.
Margt gekk Tómasi Sæmundssyni í hag á skammri ævi hans. Svo var
fyrir að þakka upplagi, gáfum, stuðningi, eldmóði, framfaravilja og
geníalíteti. En andstreymið var mikið, fyrst og fremst heilsuleysi og
vanþróun landsins. Þrátt fyrir fátækt þjóðarinnar, almennan mennt-
unarskort og stöðnun tókst Tómasi að afla sér óvenjulegrar þekkingar
og fágætrar reynslu. Hann eignaðist og á stuttum ferli góða lagsbræður
og stuðningsmenn sem mátu hann mikils og hrifust með honum.
Tómas leitaði móti straumi og ávann sér hylli þeirra sem kynntust
honum og störfuðu með honum, þrátt fyrir skapsmuni sína, óhvikular
skoðanir og beitta gagnrýni. Þeir mátu mikils hugsjónir hans og eldmóð.
Hann stuðlaði að velferli almennings sem hann barðist fyrir, en lá sjálf-
ur í valnum þrjátíu og fjögurra ára gamall eftir tæpra sex ára ævistarf.
Hann var syrgður af mörgum og dáður. Þó vissu fáir um skerf hans, því
rit hans lágu og liggja raunar enn vankönnuð í menntabúrum, sem hann
nefndi svo, og hann trúði að gætu orðið menningu þjóðarinnar til fram-
dráttar er fram liðu stundir. Má vera að svo verði. Altént geymslustaður
og aðfangastaður sögu- og bókmenntarannsókna. Einhvern veginn skynj-
aði þjóðin og hreifst af þessum óeigingjarna eldhuga.
Hvað gerði Tómas einstæðan?
Sveitadrengur var hann undan Eyjafjöllum og gekk til bústarfa á jörð