Tímarit Máls og menningar - 01.02.2007, Blaðsíða 21
F y r s t i n ú t í m a Í s l e n d i n g u r i n n
TMM 2007 · 1 21
föður síns í Eyvindarholti eins og aðrir. Hann kveinkaði sér ungur
undan þeim. Samt varð það áhugamál hans upp frá því að bæta búskapar-
hætti og meðferð lands. Hann var lestrarhestur, las og las, og var settur
til náms. Foreldrar hans voru dugnaðarfólk, sem braust úr fátækt til
bjargálna, hafði trú á honum og bjó vel að honum.
Honum var komið í Odda þar sem fyrir heimaskóla stóð menntamað-
ur og uppalandi, sem varð hjálparhella hans. Sá var séra Steingrímur
Jónsson, áður stjórnandi Bessastaðaskóla og síðar biskup. Ærslum Tóm-
asar og annarra nemenda fylgdist hann með – en refsaði ekki – fann
ekki einu sinni að þeim. Úr þessu virðist hafa þróast skólabragur og
nemendamenning sem fylgdi Tómasi upp frá því, mótaði líf hans og
samskipti við vini og samstarfsmenn, ekki síst Jónas Hallgrímsson,
jafnaldra hans og skólabróður á Bessastöðum. Síðar yfirfærðust tengslin
til sveitunganna, en þar var hann við alþýðuskap.
Bessastaðaskóli virðist ekki hafa haft sérleg áhrif á Tómas. Kennarar
voru misjafnir. En hann lét ekki kúgast. Hann sýndi hæfileika til að
tengjast og halda vináttu. Líklegt er að góð áhrif hafi haft á þá félagana
dvöl ungs norsks gestanemanda, Rudolf Keysers, sem væntanlega vakti
söguáhuga hans. Urðu þeir Keyser samskipa til Hafnar og stunduðu þar
menningu saman. Keyser varð þekktur söguprófessor í Noregi.
Nágrennið við bæjarkrílið milli holtanna, Reykjavík, reyndist honum
hollt, þrátt fyrir allt. Í Reykjavík og Laugarnesi sat lærifaðir hans, bisk-
upinn sem studdi hann svo að hann gat dvalið þar í upplestrarleyfum og
síðar þegar hann kom þar við. Reykvíkingar fyrirgáfu honum ekki allir
skoðanir hans á bænum, enda þekktu og þekkja fæstir skoðanir hans og
framtíðarsýn á möguleika bæjarins og á hverju hún byggðist. Hann
hafði óbeit á þeirri dönsku búðarþjónamenningu sem var á góðri leið
með að heltaka Jónas vin hans. Loks losnaði hann úr viðjum eftir linnu-
lausa hvatningu Tómasar að koma nú til Hafnar og virkja hæfileika sína.
En þá var Tómas farinn í suðurlandaferðina miklu.
Tómas fór til náms í Höfn, þessari höfuðborg og heimsborg Íslend-
inga sem lagði margan dreng að velli. Fyrst var það nám í almennum
fræðum og síðar í guðfræði. Stúdentar skiptust í náms- og gleðimanna-
flokk, sem sennilega var upphaf flokkaskiptingar nútímans. Tómas tók
til óspilltra mála við nám og öflun víðtækrar þekkingar sem setti svip á
allt lífsstarf hans.
Meðan á námi stóð fór Tómas til Íslands, heimsótti átthagana og vini
sína í Reykjavík og nágrenni. Þá var skrifstofumaður hjá Steingrími
biskupi Jón Sigurðsson, fjórum árum yngri, sem ekki hafði enn komið
sér utan til náms.